Þjóðin láti ekki kúga sig

Bjarni Benediktsson formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins ávörpuðu …
Bjarni Benediktsson formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins ávörpuðu flokksmenn sína á fundi í dag. mbl.is

Hátt í fjórða hundrað manns mættu á fund formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Þar kemur fram að trúnaðarmenn flokksins um land allt hafi verið boðaðir á fund um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave í Valhöll þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson hélt ræðu og benti m.a. á hve lítið væri reynt að gera úr mikilvægi fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Íslandi. 

„Í máli formannsins kom fram að hann efaðist um að í nokkru öðru lýðræðisríki væri talað af annarri eins léttúð af ríkisstjórn um jafn mikilvægt mál.  Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson og varaformaður flokksins Þorgerður Katrín Gunnardóttir hvöttu Íslendinga til nota þetta einstaka tækifæri og leggja flokkspólitík til hliðar og sýna samstöðu.  Bjarni Benediktsson sagði að brýnt væri að íslenska þjóðin sýndi í verki að hún lætur ekki kúga sig,“ segir m.a. í tilkynningunni. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert