Aðeins málefni Íslendinga

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var afgerandi.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var afgerandi. Kristinn Ingvarsson

Talsmaður breska fjármálaráðuneytisins sagði í dag, að Bretar myndu halda áfram samningaviðræðum við Íslendinga um lausn Icesave-deilunnar. Í frétt frönsku AFP fréttastofunnar er haft eftir talsmanninum að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé aðeins málefni Íslendinga og hafi ekki áhrif á viðræðurnar.

Viðbrögð fjármálaráðuneytisins breska er í samræmi við yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, fyrir atkvæðagreiðsluna, þess efnis að viðræðum við Breta og Hollendinga verði framhaldið eftir helgina, og þá hvernig sem niðurstaða yrði úr þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Íslendingar höfnuðu Icesave-lögunum frá því í desember með afgerandi hætti. Kjörsókn var ívíð betri en búist var við eða 62,51% á landinu öllu. Á kjörskrá voru 230.032 manns og 143.784 greiddu atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert