Hundrað umsóknir um tvö störf

Fjölmargir sóttur um stöðu dagskrárstjóra Sjónvarpsins og mannauðsstjóra Ríkisútvarpsins en umsóknarfrestur rann út í gær. Frá þessu var greint í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins. 

Þar kom fram að 44 hafi sótt um dagskrárstjórastarfið en undir hann mun heyra innlend og erlend dagskrá Sjónvarpsins á meðan 58 hafi sótt um mannauðsstjórastarfið. Fjöldi umsókna gæti breyst ef einhverjar eru ókomnar með bréfapósti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert