Heita ekki stuðningi

Frá þingflokksfundi Vinstri grænna.
Frá þingflokksfundi Vinstri grænna. Árni Sæberg

Þingmenn VG sem verið hafa mótfallnir Icesave-samningunum eða haft efasemdir um þá vilja halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná sem bestri niðurstöðu.

Fyrirfram vilja þeir þó ekki heita skilyrðislausum stuðningi við niðurstöðuna heldur segja að þingmenn og þingflokkar verði að meta hana þegar hún liggur fyrir.

Viðmælendur blaðsins töldu meiri líkur en minni á því að stjórn og stjórnarandstaða myndu áfram reyna í sameiningu að leiða Icesave-málið til lykta. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks VG, telur mikilvægt að þverpólitísk samstaða haldist um samningana.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar telja að ýmislegt þurfi að skýra frekar, áður en viðræðunum verður haldið áfram. Þeir segja að enn hafi ekkert komið fram um það hvort Bretar og Hollendingar séu tilbúnir að koma til móts við Íslendinga og deila ábyrgð á eftirstöðvum lánsins sem kunna að verða eftir árið 2016.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert