Icesave ótengt inngöngu í ESB

Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins. OGNEN TEOFILOVSKI

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins hvatti í gær Hollendinga og Breta til að „leyfa“ Íslendingum að hefja inngönguviðræður við ESB, að því er greint er frá á vef Business Week. Löndin þrjú eigi að líta á Icesave-deiluna sem tvíhliða deilumál sem ekki tengist inngöngu Íslands í ESB.

„Ég vona að samningaviðræður við Íslendinga hefjist fljótlega,“ sagði stækkunarstjórinn Stefan Füle á fundi í utanríkismálanefnd Evrópuþingsins í gærkvöldi. Þó fengi Ísland enga flýtimeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert