Ríkisstjórnin áformar nýjar ríkisstofnanir

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi á Alþingi í dag, að ríkisstjórnin mælti fyrir frumvörpum, sem gerðu ráð fyrir nýjum ríkisstofnunum með tilheyrandi útgjöldum á sama tíma og fyrir væri mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum.

Sagði Kristján Þór að í gær hafi umhverfisráðherra mælt fyrir frumvarpi um mannvirki sem gerðu ráð fyrir nýrri Byggingarstofnun þar sem eiga að vera 29 manns.og í dag muni menntamálaráðherra mæla fyrir fjölmiðlalögum sem gera ráð fyrir stofnun  Fjölmiðlastofu með fjórum starfsmönnum.

„Engin þessara verkefna eru inni á fjárlögum ríkisins," sagði Kristján Þór, sem áætlaði að árlegur kostnaður vegna þeirra væri um 250 milljónir. Hallinn á fjárlögum þessa árs væri um 100 milljarðar og nú ætti að skera niður um 50 milljarða á fjárlögum næsta árs.

„Ætlar ríkisstjórnin að sigla sinn sjó eða koma um borð í hriplega þjóðarskútuna og leggjast á árar með þjóðinni?" spurði Kristján Þór.  Á „Ég hef ekki orðið var við að heimild væri fyrir þessum útgjöldum í fjárlögum?" spurði Kristján Þór.

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar þingsins, sagðist ekki hafa skoðað þessi verkefni sérstaklega. Hann sagði að Alþingi og síðan fjárlaganefnd myndu fara vel yfir þessi frumvörp með tillit til fjárveitinga og gæti þess að bæta ekki við útgjöldum á sama tíma og þyrfti að skera niður.

„Við þurfum auðvitað að forgangsraða," sagði Guðbjartur. „Það er okkar þingmanna að forgangsraða hvað við setjum fremst í röðinni. Það er ekki ríkisstjórnin sem ákveður það heldur fjárveitingarvaldið á Alþingi," sagði Guðbjartur.+

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert