Eldsneytisverð hækkar

mbl.is

Eldsneytisverð hækkaði í dag. Hjá Olís og Skeljungi kostar bensínlítrinn nú 208,2 krónur en dísellítrinn 202,9 krónur. Hjá N1 kostar bensínið 204,2 krónur en díselolían 200,9 en hjá Atlantsolíu 202,6 krónur bensínið og 199,3 krónur díselolían eftir því sem fram kemur á vefsíðum fyrirtækjanna fjögurra. 

Hjá ÓB við Snorrabraut kostar bensínlítrinn 195,2 kr. og dísellítrinn 191,9, en ódýrast er eldsneytið hjá Orkunni, en á bensínstöð þess við Miklubraut kostar bensínlítrinn 195,1 kr. og dísellítrinn 191,8 kr. 

Fyrr í dag bárust fréttir af því að íslenska krónan væri að styrkjast og eldsneytisverð á heimsmarkaði færi lækkandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert