Kærðu lögmæti kosninganna

Mjög misjafnt er hvað þingmenn eru með marga kjósendur að …
Mjög misjafnt er hvað þingmenn eru með marga kjósendur að baki sér. mbl.is/RAX

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis um kærur vegna lögmætis alþingiskosninganna 2009 sem fóru fram 25. apríl. Tveir einstaklingar kærðu kosninguna til Alþingis vegna þess að atkvæðisréttur þeirra hafi rýrnað við flutning á milli kjördæma, að sögn Margrétar.

Umræddir tveir kjósendur bjuggu í Norðvesturkjördæmi og höfðu flutt í Suðvesturkjördæmi. Við flutninginn töldu þeir að atkvæðisréttur þeirra hafi rýrnað um það bil um helming. 

Margrét var kjörin í kjörbréfanefnd Alþingis eftir fyrrgreindar alþingiskosningar. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að fara yfir ýmis vafamál tengd kosningunum og að staðfesta niðurstöðu þeirra. Margrét kvaðst hafa staðfest úrslitin með fyrirvara vegna þessarar kæru. Nú kvaðst Margrét vera að fylgja málinu eftir með fyrirspurn sinni. 

Í grein í Morgunblaðinu sem birtist 12. ágúst 2009 kom fram að atkvæði kjósanda í Norðvesturkjördæmi hafi vegið 105% meira en atkvæði kjósanda í Suðvesturkjördæmi. 

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður.
Margrét Tryggvadóttir alþingismaður. frikki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert