Gosórói eykst á ný

Myndin var tekin af gosstöðvunum á ellefta tímanum í morgun.
Myndin var tekin af gosstöðvunum á ellefta tímanum í morgun. mbl.is/KÖK

Aukinn órói er í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi en að sögn Þórunnar Skaptadóttur, jarðfræðings á Veðurstofu Íslands, virðist hann ganga í bylgjum. Engin aukning hefur orðið á jarðskjálftum undir Eyjafjallajökli og er virkni þeirra lítil. Svo virðist sem Krossá sé að vaxa en ekki er hægt að sjá á  mælum Veðurstofunnar að gossvæðið sé að stækka.

Talsverð aukning varð í gosinu um sjöleytið í morgun og svipað var upp á teningnum um miðnætti í nótt. 

Almannavarnir funda nú á Hellu og síðan verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir hádegi í dag.

Myndin er tekin frá Stóra-Moshvoli inn Fljótshlíð um átta leytið …
Myndin er tekin frá Stóra-Moshvoli inn Fljótshlíð um átta leytið í morgun mbl.is/Jón Benediktsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert