Suðurverk að hefja störf

Suðurverk vinnur að gerð Landeyjahafnar.
Suðurverk vinnur að gerð Landeyjahafnar. Rax / Ragnar Axelsson

Starfsmenn Suðurverks hf. eru nú á leið í Bakkafjöru þar sem þeir eru að gera Landeyjahöfn. Eysteinn J. Dofrason sagði að þeir hafi fengið leyfi almannavarna nú fyrir hádegi til að hefja störf. Ekki er þó enn ljóst hvort starfsmennirnir fá að gista í Bakkafjöru.

„Við erum á leiðinni á staðinn,“ sagði Eysteinn. Um 35 starfsmenn eru nú við gerð Landeyjahafnar. Unnið er á 12 tíma löngum vöktum, frá 7-19. Unnið verður til 19 í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert