Sjómenn álykta um lög á flugvirkjaverkfall

Sjómannafélag Íslands mótmælir harðlega þeirri aðför að réttindum launafólks sem Alþingi Íslands sýnir launamönnum með lagasetningu, sem bannar verkfall flugvirkja. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

„Félagið bendir á að samningsstaða verkalýðsfélaga er engin þegar að samninganefndir vinnuveitenda eru með ríkisstjórnina og Alþingi í vasanum veifandi lagasetningum framan í samninganefndir verkalýðsfélaga. Alþingi ætti að skammast sín," segir í ályktun sem félagið sendi frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert