Ítreka fyrri ályktanir um hvalveiðar

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) ítrekar fyrri ályktanir aðalfunda um skaðsemi hvalveiða, samkvæmt fréttatilkynningu. 

„Veiðar í nálægð hvalaskoðunarsvæða eru fordæmdar og skorar aðalfundur SAF á stjórnvöld  að stækka til muna griðasvæði hvala samkvæmt tillögum Hvalaskoðunarsamtakana og SAF sem lögð var fram á síðasta ári.

Hrefnuveiðar eru stundaðar í mikilli nálægð við hvalaskoðunarsvæðin. Veiðar á hrefnu á eða í nálægð við hvalaskoðunarsvæðin hafa bein neikvæð áhrif á hvalaskoðun sem í dag er ein vinsælasta grein íslenskrar ferðaþjónustu," segir í ályktun SAF.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert