Sjómenn taka þátt í störfum sáttanefndar

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Fulltrúi sjómanna tekur áfram þátt í störfum nefndar fulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi um fiskveiðistjórnunina.

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasamtaka Íslands, segir að sjómenn hafi lagst gegn svonefndu skötuselsfrumvarpi og gagnrýni stjórnvöld fyrir að vera að vasast í einhverjum smáskammtalækningum meðan þau ætlast til að verið sé að vinna að sátt í fiskveiðistjórnuninni. Hins vegar muni fulltrúi sjómanna þó áfram taka þátt í störfum nefndarinnar „nema eitthvað nýtt komi til". Á forsíðu Morgunblaðsins í dag var rangt farið með afstöðu sjómanna til nefndarstarfsins.

Farmanna- og fiskimannasambandið tekur á næstunni afstöðu til áframhaldandi starfa í nefndinni. LÍÚ og Samtök fiskvinnslustöðva hafa hætt störfum í nefndinni.

Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, segir að skötuselsákvæðið svokallaða, sem samþykkt var á Alþingi í vikunni, sé í raun „prufukeyrsla á fyrningarleið". Hann hyggst ræða við stjórn FFSÍ um að hætta þátttöku í störfum nefndar ulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi um fiskveiðistjórnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert