„Þetta er rosalegt“

Vísindamenn á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í dag.
Vísindamenn á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í dag. mbl.is/Rax

„Þetta er rosalegt, ofboðslega flott - alveg klikkað,“ sagði Ragnar Axelsson ljósmyndari sem nú er staddur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Hann átti varla orð til að lýsa áhrifunum. Ragnar er þarna ásamt jarðvísindamönnum sem eru að rannsaka eldgosið.

Ragnar sagði að áhrifin af nálægðinni við náttúruöflin væru mjög stórbrotin. Eldstrókarnir standa upp í loftið og gosefnin hafa hlaðið upp vísi að felli í kringum gosrásina. Hraunið streymir frá gígunum og fram af brúninni niður í Hrunagil. 

Vísindamenn virða fyrir sér samspil náttúruaflanna á Fimmvörðuhálsi.
Vísindamenn virða fyrir sér samspil náttúruaflanna á Fimmvörðuhálsi. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert