Harmar óvandaða umræðu

Gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli.
Gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Á fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í vikunni var samþykkt ályktun þar sem hörmuð er sú óyfirvegaða og óvandaða umræða, sem skapast hafi vegna frétta af áætlun fyrirtækisins ECA Program um að hefja starfsemi hér á landi.

„Starfsemin byggist á sömu forsendu og fjöldi íslenskra fyrirtækja sem til margra ára veittu fjölda íslendinga störf á Keflavíkurflugvelli. Verkefnið er rekstur og viðhald vopnlausra flugvéla sem notaðar verða til æfinga erlendis og flogið af atvinnuflugmönnum. Standa vonir til þessað fyrirtækið muni skapa fjöldan allan af vellaunuðum hátæknistörfum á því landsvæði þar sem atvinnuleysið er hvað mest," segir í ályktuninni.

Þar segir að staðan í atvinnumálum á Suðurnesjum kalli á að stjórnvöld kanni allar þær hugmyndir sem fram komi um atvinnusköpun til fulls áður en afstaða er tekin til þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert