Gjaldkeri dró sér fé

Garðabær.
Garðabær.

Gjaldkeri Starfsmannafélags Garðabæjar hefur sagt af sér eftir að hann varð uppvís að því að hafa dregið sér 8 milljónir króna frá árinu 2008, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Hann hefur endurgreitt féð.

Vísað var í bréf frá formanni félagsins til félagsmanna þar sem fram kom að gjaldkerinn hafi notað greiðslukort félagsins til að greiða persónuleg útgjöld sín. Ekki sé talið að um ásetning hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert