Top Gear ók upp á heitt hraun

Top Gear menn óku upp á nýrunnið hraunið á bíl með vatnskældum dekkjum. Samt kviknaði ... stækka

Top Gear menn óku upp á nýrunnið hraunið á bíl með vatnskældum dekkjum. Samt kviknaði í einu dekkinu. Allt fór þó vel. RAX/Ragnar Axelsson

Leiðangursmenn breska bílasjónvarpsþáttarins Top Gear óku jeppa, sérstaklega breyttum, upp á nýrunnið hraun á Fimmvörðuhálsi í gær. Þótt dekkin væru kæld með vatni kviknaði samt í einu þeirra við hraunaksturinn. Leiðangursmenn komu heilu og höldnu af jöklinum í nótt eftir ævintýraferð.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur fór að gosstöðvunum með Top Gear. Hann sagði að sami gangur hafi verið í gosinu þegar þau fóru að ofan í nótt og þegar þau komu í fyrrinótt.

„Í gær var frábært veður. Við fengum allra versta veður á Íslandi og það allra besta,“ sagði Haraldur. Leiðangurinn fór á jökulinn í fyrrinótt í afar slæmu veðri og tók ferðin upp frá Sólheimum um tíu klukkustundir. Hann sagði að Top Gear leiðangurinn hafi viljað fá slæmt veður og orðið að ósk sinni.

Létu ekki deigan síga í óveðrinu

„Ég hef unnið með mörgum sjónvarpshópum en aldrei með jafn kraftmiklum mönnum og þessum. Þeir voru alltaf að. Þótt það væri brjálaður stormur höfðu þeir einn jeppann á alltaf á undan bílnum sem við James May, kynnir þáttanna, vorum í. Þeir voru alltaf með opinn afturgluggann og stóra sjónvarpsvél. Það var stór skafl inni í bílnum hjá þeim. En þeir hættu aldrei að taka!"

Leiðangurinn naut aðstoðar björgunarsveitar úr Kópavogi og farið var eftir öllum öryggisreglum, að sögn Haraldar. Top Gear teymið var að taka upp þátt í næstu syrpu en áhorfendur þáttanna telja um 350 milljónir um allan heim. Þátturinn mun snúast um gosleiðangurinn.

„Þetta voru allt breyttir bílar frá Arctic Trucks. Þeir voru með bíl sem Bretarnir höfðu ekið á Norðurpólinn. Þeir höfðu breytt honum til að fara með hann í eldgos. Það var vatnskæling á dekkjunum þannig að þeir gátu ekið upp á heitt hraun.

Það gekk þangað til kviknaði í einu dekkinu en þeir komust niður aftur, það var bara að stoppa ekki. Þetta var smá tilraun. Þeir höfðu líka sett álplötu yfir bílinn til að verja hann gjóskufalli. Það gekk líka,“ sagði Haraldur.  Hann sagði að þetta hlyti að vera draumabíll jöklafræðingsins!

Mikill brennisteinn á nýja fellinu

Haraldur sagði að gamli gígurinn sé nú alveg dauður. Þar standi nú myndarlegt fjall eða fell. Skemmtilegt hafi verið að sjá brennisteinsskán efst á toppinum sem helst hafi líkst mygluðum rjóma, gulgræn að lit.

Haraldur taldi að þessi „rjómaskreyting“ hafi verið eitt það merkilegasta sem þau sáu í gær. Hann sagði að brennisteinninn muni skolast í burtu um leið og fer að rigna.

Nýja sprungan er nú alveg tekin við og um 90% af virkninni er í einum gíg á sprungunni. Sá er í suðurendanum, næst gamla gígnum. Nýi gígurinn er klofinn í tvennt af hafti. Hann sagði að hraunið sem rennur úr gígnum sé sérstaklega glæsilegt á nóttinni. Það rennur nú til norðvesturs og niður í Hvannárgil. 

„Þetta er apalhraun og það er bara brúnt og svart á daginn. Á nóttinni sér maður að það er allt glóandi, fullt af glóandi götum,“ sagði Haraldur. Hann sagði að slurkur af hrauni hafi runnið út í drögin að Hvannárgili yfir fannir. Þá myndaðist mikill gufustrókur vegna snjóbráðar, en engar verulegar sprengingar.

Enginn var við gosstöðvarnar þegar leiðangurinn kom upp um klukkan fjögur í fyrrinótt. Um miðjan dag í gær fóru ferðamenn að koma á staðinn og var þar nokkuð af fólki í gærkvöldi. 

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við eldstöðina á Fimmvörðuhálsi.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Ragnar Axelsson

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

ESB bregst við bréfi stjórnvalda

18:42 Ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að ráðast mögulega í ákveðnar úrbætur á verklagi sambandsins í kringum aðildarviðræður. Með þessu tók ráðherraráðið afstöðu til þess sem fram kom í bréfi íslenskra stjórnvalda til ESB þar sem umsókn Íslands að Evrópusambandinu var afturkölluð. Meira »

Spítalanum sóað í hjúkrunarrými

18:40 Það er sóun að Landspítalinn sinni hjúkrunarheimilishlutverki fyrir allt að hundrað manns að mati Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Á opnum fundi um flæði sjúklinga á spítalanum kom fram að meðallegutími sjúklinga sé að lengjast og að styrkja þurfi heilsugæslu og heimahjúkrun og bæta við hjúkrunarrýmum. Meira »

Skortur eins hefur áhrif á alla

18:19 Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) skora á sveitarfélög og ríki að upfylla ákvæði laga og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um stuðning og þjónustu við börn í vanda. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að nauðsynlegt sé að uppræta biðlista og grípa fyrr inn í mál auk þess sem auka þurfi sérfræði þjónustu í skólum og fjölga meðferðarúrræðum. Meira »

„Það sem tekið er í burtu hækkar ekki“

18:05 „Það er eitt mikilvægasta hagsmunamál okkar allra að halda aftur af verðbólgunni. En það er alveg ljóst að verðbólga étur ekki upp ávinning fólks af leiðréttingunni. Sá ávinningur heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki. Því að það sem hefur verið tekið í burtu hækkar ekki.“ Meira »

Kraftaverk að bræðurnir lifðu

17:40 Bræðurnir Einar Árni og Hilmir Gauti eru sannkallaðir kraftaverkadrengir. Þann 14. apríl sl. voru þeir nær drukknaðir í lækn­um við Reyk­dals­stíflu í Hafnar­f­irði, og tvísýnt var um líf þeirra. Í dag, aðeins viku eftir slysið, eru þeir hins vegar hinir hressustu og hlaupa um ganga Barnaspítalans. Meira »

Gefa ofbeldi fingurinn

17:26 Fokk ofbeldi armbandið vakti víða athygli og seldist upp á nokkrum vikum. Vegna mikillar eftirspurnar hefur UN Women á Íslandi látið útbúa taupoka í anda herferðarinnar. Samtökin efna til sumarveislu í Spark Design við Klapparstíg til að fagna pokunum á morgun sem er einmitt síðasti dagur vetrar, svona formlega í það minnsta. Meira »

Harður árekstur á Suðurlandi

16:35 Alvarlegt um­ferðarslys varð í dag um kl. 14:00 á Biskupstungnabraut skammt austan við Borg í Grímsnesi. Þar lentu saman fólksbifreið sem ekið var til norðaustur og jepplingur sem var ekið til suðvesturs. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Meira »

Fyrsta líkamsræktarstöð Breiðholts

16:37 Líkamsræktarstöð verður byggð við Breiðholtslaug og er stefnt að opnun eftir rúma átta mánuði eða í janúar 2016. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Leifsson, fulltrúi Þreks ehf. sem rekur World Class, skrifuðu í dag undir samning um byggingu og rekstur stöðvarinnar. Meira »

Biðji þingvörðinn afsökunar

16:29 „Ég tel að háttvirtir þingmenn Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson skuldi þingverðinum, starfsmönnum Alþingis og okkur öllum á þessum vinnustað afsökunarbeiðni vegna þessa óþarfa upphlaups og óboðlegra ásakana í garð þingvarðar sem sinnti starfi sínu af alúð og tryggð.“ Meira »

Greiðir ekki fyrir lausn deilunnar

16:20 „Það er alvarlegt ástand á vinnumarkaði eins og ekki fer fram hjá nokkrum manni. Formaður Sjálfstæðisflokksins kom í ræðustól í gær og gaf yfirlýsingar sem voru ekki til þess fallnar að greiða fyrir lausn kjaradeilu við BHM þar sem hann sneri út úr kröfugerð samtakanna og ásakaði þau um að vinna gegn jöfnuði í samfélaginu.“ Meira »

Gríðarlegur léttir er hann vaknaði

16:14 Bjarni Einarsson, faðir drengjanna tveggja sem voru nær drukknaðir í lækn­um við Reyk­dals­stíflu í Hafnar­f­irði í síðustu viku, segir það hafa verið gríðarlegan létti þegar yngri drengurinn, Hilmir Gauti, vaknaði á föstudag, en honum hafði verið haldið sof­andi í önd­un­ar­vél fram að því. Meira »

Vill vikulega fundi með Bretum

16:11 „Hvaða hvatir stýra því að ráðherra gerir það ekki að forgangsmáli sínu að athuga hvort og þá hvernig Íslendingar geti fengið allt að sjö sinnum hærra verð fyrir orkuna en við erum að selja hana á núna til stóriðju?“ Meira »

Skýra afstöðu stjórnvalda til málsins

15:51 Stjórnvöld hafa í hyggju að taka fullan þátt í meðferð EFTA-dómstólsins á máli sem snýst um kröfur Seðlabanka Hollands (DNB) og breska innistæðusjóðsins (FSCS) á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) og rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Fengu ekki að nota herminn

15:26 Verjendur þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar, ákærðu í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gagnrýna að ákærðu fái ekki að nýta Kauphallarhermi sérstaks saksóknara þegar spurningum saksóknarans er svarað. Meira »

„Groundhog day“ í réttarsalnum

14:44 Annar dagur réttarhalda í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hefur verið eins og að hlusta á sömu söguna aftur og aftur, en saksóknari hefur notað allan daginn í að fara nákvæmlega yfir öll viðskipti ákærða, Péturs Kristins Guðmarssonar, einn dag í einu. Meira »

Rannsókn á andláti í Hveragerði ólokið

15:26 Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti manns sem fannst látinn í herbergi sínu á Hótel Örk í Hveragerði fyrr í þessum mánuði er ólokið. Enn er beðið eftir niðurstöðu krufningar og gerir lögregla ráð fyrir að enn verði nokkur bið eftir skýrslunni. Meira »

Vill lögbann á framkvæmdirnar

15:16 „Það sem ég ætla að segja í lokin er að ég harma það mjög að ríkisvaldið sem er eigandi að helmingnum að landinu þar sem Reykjavíkurflugvöllur er skuli ekki hafa kannað það að setja lögbann á þá framkvæmd sem hafin er þar meðan Rögnunefndin er að störfum.“ Meira »

Skoðanakúgun ekki lausnin

14:31 „Kynfrelsi, hinseginfræðsla og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómanna er opin frjáls umræða,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »
*Keyptu einn og fáðu annan frítt*
Þú getur spilað með í yfir 40 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vantar litla íbúð frá 1. maí 2015.
Einstæður faðir sem vinnur í Ráðhúsi Reykjavíkur vantar íbúð helst í nálægð við ...
Sumarhús Þóroddsstaðir, Grímsnesi til sölu
Fallegt 80 fm sumarhús til sölu. 7.400 fm eignarlóð,glæsilegt útsýni/skjólgóður ...
Michelin Sumardekk
Til sölu 2 gangar af Michelin sumardekkjum. Ný 215/55-16 Primacy HP. og 225/50-1...
 
Samkoma
Félagsstarf
Háaleitisbraut 58â€"60, 3. ...
Toppávöxtun
Ýmislegt
Toppávöxtun Fyrirtæki ...
Grunnskóli snæfellsbæjar: skólastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Staða skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæj...
Útboð flotbryggja
Tilboð - útboð
Útboð Vegagerðin Flotbr...