Yfirgnæfandi líkur á samþykki

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, hefur átt fundi í vikunni með framkvæmdastjóra …
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, hefur átt fundi í vikunni með framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum AGS í Washington. mbl.is/Ómar

„Ég tel yfirgnæfandi líkur á að endurskoðunin og lánafyrirgreiðslan gangi eftir. Eftir er að greiða um þetta atkvæði en við höfum enga ástæðu  til að ætla annað en að það verði samþykkt vandkvæðalaust," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um samkomulagið við AGS um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands.

Gylfi er enn staddur í Bandaríkjunum en hann átti fundi með framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum sjóðsins í Washington á miðvikudag.

Gylfi segir það ekki hafa verið erfitt að afla máli Íslands stuðningi hjá stjórn og starfsliði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Rætt hefur verið sérstaklega við þau lönd sem skipta máli í umræðunni, eins og Norðurlöndin, Hollendinga og Breta.

Rík áhersla lögð á Icesave

„Viðbrögð fulltrúa Breta og Hollendinga í stjórn AGS voru eins og við var að búast, þeir vildu að áætlunin héldi áfram og styðja okkur í því, en lögðu líka þunga áherslu á að Icesave yrði frágengið," segir Gylfi og neitar því heldur ekki að fulltrúar Norðurlandanna hafi einnig lagt áherslu á að samkomulag næðist um Icesave.

„Við komum skýrum skilaboðum á framfæri til þeirra að vilji Íslendinga stendur til þess að leysa málið við samningaborðið," segir Gylfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert