Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

 „Sá örskammi tími sem nefndarmenn ætla sér til lokafrágangs ritsmíðar sinnar, að fengnum andmælum tólf einstaklinga, gefur ekki sérstaklega góðar vonir um raunverulegt innihald þess andmælaréttar sem einstaklingar þó ómótmælanlega eiga,“ segir Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í svarbréfi til rannsóknarnefndar Alþingis.

Átti að afla nákvæmari upplýsinga um innlán bankanna

Í bréfinu til Davíðs er fjallað um lánveitingar Seðlabankans til fjármálafyrirtækja, gegn veði í skuldabréfum fyrirtækjanna. Nefndin segir það til athugunar hvort það hafi verið mistök og vanræksla af hálfu bankastjórnar að hafa ekki gripið til ráðstafana og takmarka það tjón sem varð vegna þessa.

Þá segir að nefndin hafi til athugunar hvort bankastjórn Seðlabankans hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi með því að afla ekki fyrr tölulegra upplýsinga um skiptingu innlána erlendra aðila milli útibúa bankanna erlendis og starfsstöðva þeirra á Íslandi.

Skorti yfirsýn á stöðu Glitnis

Einnig hafi nefndin tekið til athugunar hvort og þá hvernig bankastjórn Seðlabankans brást við söfnun bankanna á innlánum frá erlendum einstaklingum, og hvernig þau viðskiptu juku skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda.

Rannsóknarnefndin telur ljóst að töluvert hafi skort á yfirsýn yfir stöðu Glitnis. Segir í bréfinu að til athugnar sé hvort það teljist falla undir mistök og vanrækslu að Seðlabankinn hafi ekki aflað sjálfur upplýsinga um stöðu Glitnis, og einnig að hafa ekki lagt mat á trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til í málefnum Glitnis.

Sagði tvo nefndarmanna hafa verið vanhæfa

Í svarbréfi sínu segir Davíð að Sigríður Benediktsdóttir hljóti að vera vanhæf, enda lýsti hún áður en hún hóf nefndarstörf opinberlega þeirri skoðun sinna að orsakir falls bankanna hafi annars vegar verið græðgi og hins vegar sinnuleysi þeirra stofnana sem setja hafi átt reglur og tryggja fjármálalegan stöðugleika.

Einnig hljóti Tryggvi Gunnarsson að vera vanhæfur, þar sem tengdadóttir hans starfar - og starfaði fyrir hrun - sem lögfræðingur í Fjármálaeftirlitinu, þar sem hún hafi verið „lykilstarfsmaður og allt í öllu á mörgum sviðum.“

Samkvæmt svokallaðri lögmætisreglu hvorki á né má Seðlabankinn gera meira en lög bjóða, bendir Davíð á, en eftirlitsskylda með fjármálafyrirtækjum hafi hvílt afdráttarlaust á Fjármálaeftirlitinu, en ekki Seðlabankanum. Þá bendir hann á að samkvæmt lögum hafi Seðlabankinn ekki haft heimildir til að stöðva innlánasöfnun íslensku bankanna í útlöndum.

Þrengri veðlánareglur en evrópski seðlabankinn

Einnig segir Davíð að Seðlabanki Íslands hafi haft frumkvæði að fundi með forsvarmönnum hins breska seðlabanka, þar sem komið var á sérstökum tengiliðum á milli bankanna. Þá hafi breski seðlabankinn sent sérfræðing í bankakreppum til Íslands.

Davíð bendir á að Seðlabankinn beitti veðlánareglum sem voru sambærilegar reglum evrópska seðlabankans, að öðru leyti en því að hinar íslensku reglur voru þrengri. Hins vegar bendir hann á að aðrir seðlabankar voru einmitt að rýmka þessar reglur.

Varðandi yfirsýn yfir stöðu Glitnis, bendir Davíð á að slík upplýsingaöflun sé á valdi Fjármálaeftirlitsins. Loks segir Davíð alls ekki rétt að trúverðugleiki þeirra aðgerða, sem ráðist var í til að bjarga Glitni, hafi ekki verið ræddur. Þeim sem héldu um málið af hálfu ríkisstjórnarinnar hafi einnig verið fulljóst að trúverðugleiki aðgerðarinnar skipti höfuðmáli - enda voru þeir margir hverjir menntaðir hagfræðingar og reyndir í efnahagsmálum.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Í gær, 18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

Í gær, 18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Í gær, 18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Í gær, 17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

Í gær, 17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Í gær, 16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Í gær, 16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

Í gær, 17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Í gær, 16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Í gær, 16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Pennar
...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...