Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

 „Sá örskammi tími sem nefndarmenn ætla sér til lokafrágangs ritsmíðar sinnar, að fengnum andmælum tólf einstaklinga, gefur ekki sérstaklega góðar vonir um raunverulegt innihald þess andmælaréttar sem einstaklingar þó ómótmælanlega eiga,“ segir Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í svarbréfi til rannsóknarnefndar Alþingis.

Átti að afla nákvæmari upplýsinga um innlán bankanna

Í bréfinu til Davíðs er fjallað um lánveitingar Seðlabankans til fjármálafyrirtækja, gegn veði í skuldabréfum fyrirtækjanna. Nefndin segir það til athugunar hvort það hafi verið mistök og vanræksla af hálfu bankastjórnar að hafa ekki gripið til ráðstafana og takmarka það tjón sem varð vegna þessa.

Þá segir að nefndin hafi til athugunar hvort bankastjórn Seðlabankans hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi með því að afla ekki fyrr tölulegra upplýsinga um skiptingu innlána erlendra aðila milli útibúa bankanna erlendis og starfsstöðva þeirra á Íslandi.

Skorti yfirsýn á stöðu Glitnis

Einnig hafi nefndin tekið til athugunar hvort og þá hvernig bankastjórn Seðlabankans brást við söfnun bankanna á innlánum frá erlendum einstaklingum, og hvernig þau viðskiptu juku skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda.

Rannsóknarnefndin telur ljóst að töluvert hafi skort á yfirsýn yfir stöðu Glitnis. Segir í bréfinu að til athugnar sé hvort það teljist falla undir mistök og vanrækslu að Seðlabankinn hafi ekki aflað sjálfur upplýsinga um stöðu Glitnis, og einnig að hafa ekki lagt mat á trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til í málefnum Glitnis.

Sagði tvo nefndarmanna hafa verið vanhæfa

Í svarbréfi sínu segir Davíð að Sigríður Benediktsdóttir hljóti að vera vanhæf, enda lýsti hún áður en hún hóf nefndarstörf opinberlega þeirri skoðun sinna að orsakir falls bankanna hafi annars vegar verið græðgi og hins vegar sinnuleysi þeirra stofnana sem setja hafi átt reglur og tryggja fjármálalegan stöðugleika.

Einnig hljóti Tryggvi Gunnarsson að vera vanhæfur, þar sem tengdadóttir hans starfar - og starfaði fyrir hrun - sem lögfræðingur í Fjármálaeftirlitinu, þar sem hún hafi verið „lykilstarfsmaður og allt í öllu á mörgum sviðum.“

Samkvæmt svokallaðri lögmætisreglu hvorki á né má Seðlabankinn gera meira en lög bjóða, bendir Davíð á, en eftirlitsskylda með fjármálafyrirtækjum hafi hvílt afdráttarlaust á Fjármálaeftirlitinu, en ekki Seðlabankanum. Þá bendir hann á að samkvæmt lögum hafi Seðlabankinn ekki haft heimildir til að stöðva innlánasöfnun íslensku bankanna í útlöndum.

Þrengri veðlánareglur en evrópski seðlabankinn

Einnig segir Davíð að Seðlabanki Íslands hafi haft frumkvæði að fundi með forsvarmönnum hins breska seðlabanka, þar sem komið var á sérstökum tengiliðum á milli bankanna. Þá hafi breski seðlabankinn sent sérfræðing í bankakreppum til Íslands.

Davíð bendir á að Seðlabankinn beitti veðlánareglum sem voru sambærilegar reglum evrópska seðlabankans, að öðru leyti en því að hinar íslensku reglur voru þrengri. Hins vegar bendir hann á að aðrir seðlabankar voru einmitt að rýmka þessar reglur.

Varðandi yfirsýn yfir stöðu Glitnis, bendir Davíð á að slík upplýsingaöflun sé á valdi Fjármálaeftirlitsins. Loks segir Davíð alls ekki rétt að trúverðugleiki þeirra aðgerða, sem ráðist var í til að bjarga Glitni, hafi ekki verið ræddur. Þeim sem héldu um málið af hálfu ríkisstjórnarinnar hafi einnig verið fulljóst að trúverðugleiki aðgerðarinnar skipti höfuðmáli - enda voru þeir margir hverjir menntaðir hagfræðingar og reyndir í efnahagsmálum.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigmundur muni taka fylgi af Framsókn

13:02 Viðbúið er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni taka með sér eitthvað af fylgi Framsóknarflokksins eftir að hann sagði sig úr flokknum í gær. Hann á jafnframt mjög góða möguleika á því að komast á þing. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »

Framsókn meira samstiga á eftir

12:17 „Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu.“ Meira »

Stormur við suðurströndina

11:49 Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snarpar vindhviður við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna. Meira »

Hjóluðu í hlíðum Hverfjalls

11:07 Landverðir í Mývatnssveit fóru á dögunum til þess að afmá för eftir reiðhjól úr hlíðum Hverfjalls. Rakað var yfir förin eftir reiðhjólin sem voru ekki umfangsmikil. Í hlíðum Hverfjalls er öll umferð bönnuð en eingöngu er leyfilegt að nota göngustíginn upp á fjallið. Meira »

Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

10:56 „Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi. „Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni.“ Meira »

Þorsteinn fer úr Framsóknarflokknum

10:39 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Þorsteinn sat á Alþingi fyrir Framsókn á árunum 2013-2016 en gaf ekki áfram kost á sér í þingkosningunum sem fram fóru á síðasta ári. Meira »

Fái að veiða 57 þúsund rjúpur yfir 12 daga

10:26 Rjúpnastofninn þolir að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili samkvæmt tillögum Náttúrufræðistofnunnar Íslands, sem mælir áfram með 12 daga veiðitímabili rjúpu. Voru niðurstöðurnar kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi síðasta föstudag. Meira »

Formenn flokkanna hittast í dag

10:33 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna á sinn fund klukkan 15.15 í dag.  Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

10:24 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð“

10:16 Formaður Framsóknarfélags Aðaldæla í Norður-Þingeyjarsýslu hyggst ganga úr Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns flokksins og fyrrverandi formanns hans, að segja skilið við flokkinn. Meira »

Ný flugnámsbraut hjá Icelandair

10:13 Icelandair hefur sett af stað flugnámsbraut í samstarfi við Flugakademíu Keilis, Flugskóla Íslands og erlenda flugskóla til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja félaginu hæft starfsfólk til framtíðar. Meira »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Ungra framsóknarmanna í Reykjavík, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Gríðarleg eftirsjá að Sigmundi

09:01 „Það er gríðarleg eftirsjá að Sigmundi Davíð fyrir Framsóknarflokkinn. En á sama tíma held ég að það sé í sjálfu sér gott fyrir Ísland að hann sé ekki hættur í stjórnmálum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...