Ekki tengd björgunarsveitunum

Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hóps mótmælenda sem safnast hafa saman á Austurvelli framan við Alþingishúsið. En í hópi mótmælendanna er kona sem hefur sig mikið í frammi og er klædd fatnaði i frá björgunarsveit.
 
„Félagar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa rætt við konuna og kom þá í ljós að hún er á engan hátt tengd félaginu eða starfsemi þess. Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur ekki pólitíska afstöðu og þykir miður að fatnaður og ímynd félagsins sé notað á þennan hátt,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert