Þingmenn tengdir milljarða lánum

Sólveig Pétursdóttir.
Sólveig Pétursdóttir. mbl.is/Sverrir

Lán að fjárhæð rúmlega 3,6 milljarðar króna tengdust Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis, í árslok 2007. Voru lánin að mestu á vegum eiginmanns hennar, Kristins Björnssonar.

Stærstu lánin voru til félags Kristins, Mercatura ehf., og af þeim voru hæstu lánin í gegnum framvirka samninga. Helstu verðbréf sem lágu að baki þeim samningum voru hlutabréf FL Group hf., Glitnis banka og Kaupþings banka og skuldabréf Icebank.

Í stærstu lánum og framvirkum samningum Kristins og Mercatura var Glitnir mótaðili. Þá var félag í helmingseigu Kristins, Geri ehf., með 200–300 milljóna króna lán hjá Landsbanka á tímabilinu.

Lán sem tengdust Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, alþingismanns, námu  á tímabilinu tæplega 1,7 milljörðum króna og voru að mestu leyti á vegum eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar.

Stærstu lánin voru fyrst til Kristjáns beint en síðar til félags í hans eigu, 7 hægri ehf., vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Kristján var framkvæmdastjóri í bankanum og tengdust lánin starfshlunnindum til hans.

Lán sem tengdust Herdísi Þórðardóttur, fyrrverandi alþingismanni, námu rúmum milljarði króna. Öll veruleg lán sem hennu tengdust á tímabilinu voru á vegum eiginmanns hennar, Jóhannesar Sigurðar Ólafssonar, eða félags í sameiginlegri eigu þeirra. Stærstu lánin voru í gegnum framvirka samninga um íslensk hlutabréf, svo sem hlutabréf FL Group hf., Landsbankanum,  Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka og Actavis Group hf. Umfang viðskiptanna var mest árið 2006.

Á árinu 2005 gerði Jóhannes S. Ólafsson ehf., félag í sameiginlegri eigu þeirra hjóna, nokkuð af framvirkum samningum en um nokkru lægri fjárhæðir en Jóhannes sjálfur.

Lán til Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi alþingismanni, námu 755 milljónum króna. Þau voru nær öll  á vegum fasteignafélags í helmingseigu hans, Miðkletts eignarhaldsfélags ehf., og voru þau fengin hjá Landsbanka Íslands

Lán sem tengdust Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi ráðherra, námu 283 milljónum króna. Öll veruleg lán sem henni tengdust, voru á vegum eiginmanns hennar, Péturs Þórs Sigurðssonar. Jafnframt voru öll veruleg lán til félags Péturs, Lindarvatns ehf. Lánveitandi félagsins var Landsbanki Íslands.

Lán til Árna Magnússonar, fyrrverandi ráðherra, námu mest 265 milljónum króna. Þau voru í Glitni en Árni var ráðinn sem forstöðumaður til bankans árið 2006. Lánafyrirgreiðslurnar voru annars vegar til Árna sjálfs og hins vegar til félags í hans eigu, AM Equity ehf., en það félag fékk 100 milljóna króna lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum.

Lán til Ármanns Kr. Ólafssonar, fyrrverandi alþingismanns, námu mest 248 milljónum króna. ,Helstu lánin voru í Kaupþingi banka hf. og hins vegar lán í Landsbankanum í gegnum framvirka samninga. Undirliggjandi í þeim samningum voru ýmis hlutabréf, innlend og erlend. Stærstu samningarnir voru um hlutabréf Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka.

Lán til Bjarna Benediktssonar, alþingismanns, námu 174 milljónum króna í ársbyrjun 2008. Þau voru í Gliti, annars vegar var um bein lán að ræða og hins vegar um lán í gegnum framvirka samninga. Fyrir utan einn um 45 milljóna króna framvirkan samning um hlutabréf Glitnis í upphafi árs 2006 voru þeir framvirku samningar allir um hlutabréf erlendra banka, Deutsche Bank, Morgan Stanley og Lehman Brothers.

Lán sem tengdust Ástu Möller, fyrrverandi alþingismanni, námu 141 milljón í lok ársins 2006. Öll veruleg lán voru á vegum eiginmanns hennar, Hauks Þórs Haukssonar. Stærsti hluti þeirra lána var í gegnum framvirka samninga sem Stafholt ehf., félag Hauks, og Investis ehf., félag í helmingseigu Stafholts, gerðu. Stærstu samningarnir voru um íbúðabréf, þ.e. skuldabréf gefin út af Íbúðalánasjóði. Framvirku samningarnir voru gerðir við Kaupþing en lán voru í Landsbanka Íslands.

Þau lán sem tengjast Ólöfu Nordal, alþingismanni, námu 113 milljónum í lok september 2008 og og voru  il hennar og eiginmanns hennar, Tómasar Más Sigurðssonar, og voru aðallega í Landsbanka Íslands og Glitni banka.

mbl.is

Innlent »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að í Öræfum við Svínafell sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

07:30 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Meira »

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

07:30 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100.   Meira »

Spá éljagangi og vindstrengjum

07:06 Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og fylgjast vel með veðurspám, en áfram geisar á landinu og vindhraðinn þennan morguninn verður allhvass. Meira »

Líkamsárás við Melgerði

06:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás við Melgerði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á mann á sjötugsaldri er hann kom að mönnum inni á heimili sínu. Meira »

Gleymdi tönnunum á veitingastaðnum

06:12 Veitingahús við Austurstræti í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálfsjöleytið í gærkvöldi þar sem að ölvaður viðskiptavinur hafði skilið gervitennur sínar eftir á borði veitingastaðarins er hann yfirgaf staðinn. Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Einfalt að leiðrétta þessi mistök

05:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að engin undanþáguákvæði séu fyrir hendi, sem hægt er að beita, til þess að víetnamska stúlkan, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, geti dvalið hér þar til lögum hefur verið breytt. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofugámar til sölu
Björgunarsveitin Suðurnes er með 3 vel farna skrifstofugáma til sölu. Upplýsinga...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...