Þingmenn tengdir milljarða lánum

Sólveig Pétursdóttir.
Sólveig Pétursdóttir. mbl.is/Sverrir

Lán að fjárhæð rúmlega 3,6 milljarðar króna tengdust Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis, í árslok 2007. Voru lánin að mestu á vegum eiginmanns hennar, Kristins Björnssonar.

Stærstu lánin voru til félags Kristins, Mercatura ehf., og af þeim voru hæstu lánin í gegnum framvirka samninga. Helstu verðbréf sem lágu að baki þeim samningum voru hlutabréf FL Group hf., Glitnis banka og Kaupþings banka og skuldabréf Icebank.

Í stærstu lánum og framvirkum samningum Kristins og Mercatura var Glitnir mótaðili. Þá var félag í helmingseigu Kristins, Geri ehf., með 200–300 milljóna króna lán hjá Landsbanka á tímabilinu.

Lán sem tengdust Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, alþingismanns, námu  á tímabilinu tæplega 1,7 milljörðum króna og voru að mestu leyti á vegum eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar.

Stærstu lánin voru fyrst til Kristjáns beint en síðar til félags í hans eigu, 7 hægri ehf., vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Kristján var framkvæmdastjóri í bankanum og tengdust lánin starfshlunnindum til hans.

Lán sem tengdust Herdísi Þórðardóttur, fyrrverandi alþingismanni, námu rúmum milljarði króna. Öll veruleg lán sem hennu tengdust á tímabilinu voru á vegum eiginmanns hennar, Jóhannesar Sigurðar Ólafssonar, eða félags í sameiginlegri eigu þeirra. Stærstu lánin voru í gegnum framvirka samninga um íslensk hlutabréf, svo sem hlutabréf FL Group hf., Landsbankanum,  Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka og Actavis Group hf. Umfang viðskiptanna var mest árið 2006.

Á árinu 2005 gerði Jóhannes S. Ólafsson ehf., félag í sameiginlegri eigu þeirra hjóna, nokkuð af framvirkum samningum en um nokkru lægri fjárhæðir en Jóhannes sjálfur.

Lán til Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi alþingismanni, námu 755 milljónum króna. Þau voru nær öll  á vegum fasteignafélags í helmingseigu hans, Miðkletts eignarhaldsfélags ehf., og voru þau fengin hjá Landsbanka Íslands

Lán sem tengdust Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi ráðherra, námu 283 milljónum króna. Öll veruleg lán sem henni tengdust, voru á vegum eiginmanns hennar, Péturs Þórs Sigurðssonar. Jafnframt voru öll veruleg lán til félags Péturs, Lindarvatns ehf. Lánveitandi félagsins var Landsbanki Íslands.

Lán til Árna Magnússonar, fyrrverandi ráðherra, námu mest 265 milljónum króna. Þau voru í Glitni en Árni var ráðinn sem forstöðumaður til bankans árið 2006. Lánafyrirgreiðslurnar voru annars vegar til Árna sjálfs og hins vegar til félags í hans eigu, AM Equity ehf., en það félag fékk 100 milljóna króna lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum.

Lán til Ármanns Kr. Ólafssonar, fyrrverandi alþingismanns, námu mest 248 milljónum króna. ,Helstu lánin voru í Kaupþingi banka hf. og hins vegar lán í Landsbankanum í gegnum framvirka samninga. Undirliggjandi í þeim samningum voru ýmis hlutabréf, innlend og erlend. Stærstu samningarnir voru um hlutabréf Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka.

Lán til Bjarna Benediktssonar, alþingismanns, námu 174 milljónum króna í ársbyrjun 2008. Þau voru í Gliti, annars vegar var um bein lán að ræða og hins vegar um lán í gegnum framvirka samninga. Fyrir utan einn um 45 milljóna króna framvirkan samning um hlutabréf Glitnis í upphafi árs 2006 voru þeir framvirku samningar allir um hlutabréf erlendra banka, Deutsche Bank, Morgan Stanley og Lehman Brothers.

Lán sem tengdust Ástu Möller, fyrrverandi alþingismanni, námu 141 milljón í lok ársins 2006. Öll veruleg lán voru á vegum eiginmanns hennar, Hauks Þórs Haukssonar. Stærsti hluti þeirra lána var í gegnum framvirka samninga sem Stafholt ehf., félag Hauks, og Investis ehf., félag í helmingseigu Stafholts, gerðu. Stærstu samningarnir voru um íbúðabréf, þ.e. skuldabréf gefin út af Íbúðalánasjóði. Framvirku samningarnir voru gerðir við Kaupþing en lán voru í Landsbanka Íslands.

Þau lán sem tengjast Ólöfu Nordal, alþingismanni, námu 113 milljónum í lok september 2008 og og voru  il hennar og eiginmanns hennar, Tómasar Más Sigurðssonar, og voru aðallega í Landsbanka Íslands og Glitni banka.

mbl.is

Innlent »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »

Nýr listabókstafur fyrir 10. október

14:34 Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa ekki skráðan listabókstaf og ætla að bjóða fram lista fyrir næstu kosningar þurfa að gera það eigi síðar en á hádegi, þriðjudaginn 10. október næstkomandi, eða þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur. Meira »

Dæmd fyrir árásir á son sinn

14:18 36 ára gömul kona var í dag dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn barnungum syni sínum. Í febrúar í fyrra greip hún fast um upphandleggi of axlir barnsins og kleip í báðar kinnar þess með þeim afleiðingum að það hlaut mar í andliti. Meira »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna í sakarkostnað. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »
Renault Grand Scenic 7 manna til sölu
RENAULT MEGANE SCENIC BOSE Ásett verð 3.490.000.- Árgerð: 2015 Akstur: 33 þ.k...
Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
Nýr og óupptekinn Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...