ESB-aðild þýðir endalok svína- og kjúklingaræktar

Eldarnir á Mýrum eru mestu sinueldar sem kveiknað hafa á ...
Eldarnir á Mýrum eru mestu sinueldar sem kveiknað hafa á Íslandi. Rax / Ragnar Axelsson

Gangi Ísland í Evrópusambandið mun svínarækt og kjúklingarækt leggjast af á Íslandi. Þetta kom fram í máli Jóns Baldurs Lorange, hjá Bændasamtökum Íslands, á fundi um ESB og landbúnaðinn í gærkvöldi. Búnaðarfélag Mýramanna stóð fyrir fundinum.

Bændasamtökin hafa viðað að sér ítarlegum upplýsingum um landbúnað í Evrópusambandinu og hugsanleg áhrif inngöngu Ísland í bandalagið. Jón Baldur sagði að á Ítalíu fengju stærstu búin um 2,5 milljarða í styrki frá Evrópusambandinu á meðan meðalbúið væri að fá um 540 þúsund. Stærstu búin væru fyrirtækjasamsteypur sem væru með umfangsmikinn rekstur.

Jón Baldur sagði að gengi Ísland í ESB myndi kjúklingarækt og svínarækt leggjast af hér á landi. Aðrar kjötgreinar yrðu fyrir verðskerðingu, en þó minnst í nautakjöti og lambakjöti.

Jón Baldur sagði að ávinningur neytenda af aðild að ESB væri mun minni en gefið hefði verið í skyn. Verðlag hjá þeim þjóðum sem gengið hefðu í ESB hefði lækkað um 2% að meðaltali, en ekki 30% eins og sumir hefðu talað um. Hann kynnti einnig tölur sem sýndu að verð til bænda í ESB lækkaði stöðugt á meðan smásöluverðið hækkaði. Milliliðir væru að taka sífellt meira til sín.

 ATHUGASEMD frá Jóni sett inn klukkan 9:24 16. apríl

„Ég vil koma á framfæri eftirfarandi þar sem frétt mbl.is hefur eitthvað skolast til:

Í fyrirlestri mínum fór ég m.a. hvað ESB aðild þýðir fyrir íslenskan landbúnað byggt á rannsóknum Bændasamtakanna á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB (CAP). Líkleg afleiðing aðildar yrði að kjúklinga- og svínarækt legðist af. Þá kom fram hjá mér að samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Alþingi, að það yrði um 40% samdráttur í sölu lambakjöts innanlands. Aðrir kjötgreinar minntist ég ekki á. Í öðru lagi fjallaði ég um línurit sem kom fram í skýrslu framkvæmdarstjórnar ESB um slæma stöðu mjólkuriðnaðarins frá síðasta ári. Þar kom fram að á meðan verð á mjólkurdufti til bænda hefði lækkað um 49% frá lok árs 2007 til miðs árs 2009, og á smjöri um 39%, þá hefði verð til neytenda (smásöluverð) aðeins lækkað um 2% á sama tíma. Þarna var ég ekki að fjalla um lækkun verðlags þjóða sem gengið hefðu í ESB sérstaklega eins og skilja mátti af frétt mbl.is.
Bið ykkur vinsamlegast að koma þessari leiðréttingu á framfæri.Virðingarfyllst,
Jón Baldur Lorange, stjórnmálafræðingur og sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands" 

Kolfinna Jóhannesdóttir, sem sæti á í samninganefnd Íslands vegna aðildarviðræðna við ESB, var einnig frummælandi á fundinum. Hún sagði að ávinningur af aðild og upptöku evru  fælist m.a. í stöðugra gengi og lægri vöxtum. Staðan í efnahagsmálum Íslendinga væri hins vegar þannig um þessar mundir að nokkur ár myndu líða þangað til við ættum möguleika á að taka upp evru.

Sigurjón Helgason, formaður Búnaðarfélags Mýramanna, sagði að fundurinn hefði verið velheppnaður og málefnalegur. Bændur hefðu áhuga á að kynna sér áhrif aðildar að ESB, en lítill stuðningur væri við aðild meðal bænda.

Mýraeldahátíð á laugardag

Fundurinn í gær var hluti af svokallaðri Mýraeldahátíð, en fjögur ár eru liðin frá sinueldunum miklu á Mýrum, sem eru mestu sinueldar sem brunnið hafa á Íslandi.

Á laugardag hefst vorhátíð við Lyngbrekku kl. 13. Fyrirtæki og stofnanir verða með sölu og kynningarbása. Einnig verður handverksfólk  á staðnum að selja sína framleiðslu. Boðið verður upp á kjötsúpu í boði sauðfjárbænda og Mýrarnaut á Leirulæk og Sláturhúsið á Hellu verða með naut á grillinu. Eitthvað verður af nýjum vélum frá vélafyrirtækjum landsins ásamt sýningu á fornvélum. Þá verður keppni í liðléttingafimi, liðléttingar eru tæki sem eru mikið notuð í landbúnaði í dag. Sett verður upp braut þar sem menn geta spreytt sig í hinum ýmsu þrautum. Um kl. 17.00 verður svo gert hlé á hátíðinni.

Kvöldvaka Vorhátíðarinnar hefst síðan kl. 20.30 og þar munu stjórna þeir Guðmundur Steingrímsson og Ingi Tryggvason. Fram koma: Samkór Mýramanna, Steinka Páls og ungir og efnilegir tónlistarmenn frá Laugagerðisskóla, Óskar Þór Óskarsson verður með myndasýningu, Karlakór Kjalnesinga, Sigurður Óli og félagar, Piparsveinabandið flytja tónlist. Vorhátíðin líkur svo á því að hljómsveitin Festival spilar til kl. 03.00.

mbl.is

Innlent »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Skaflinn lifði af sumarið

07:37 Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum sköflum efst í Gunnlaugsskarði. Meira »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Áform um átta hæða hús við Skúlagötu

07:47 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur kynnt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega eins hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar. Tillagan verður næst tekin fyrir í borgarráði. Meira »

Tóku upp atriði í Hvalfjarðargöngunum

07:24 Mótorhjólaatriði í stuttmynd með nýju lagi bandaríska tónlistarmannsins Elliot Moss var tekið upp í Hvalfjarðargöngum í nótt. Kvikmyndagerðarmenn nýttu sér tækifærið þegar göngin voru lokuð vegna viðhalds og þrifa og sviðsettu dramatíska mótorhjólaferð sem endaði miður vel. Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
Antikhúsgögn
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...