Forsetinn á gossvæðinu

Öskumökkurinn sást vel í gær.
Öskumökkurinn sást vel í gær. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur heimsótt fólk undir Eyjafjöllum og víðar í Rangárvallasýslu í dag. Hann hefur m.a. rætt við bændur sem mátt hafa þola öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli síðustu daga.

Ólafur Ragnar kom við á Hellu og hélt síðan í Varmahlíð þar sem Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður býr. Hjá henni hafa fjölskyldur af bæjum undir Eyjafjöllum gist síðustu daga. Hann ræddi þar við bændur og fékk upplýsingar um stöðu mála. Hann kemur svo við á Hvolsvelli á leiðinni til baka.

Enn er að fjölga í hópi erlendra fréttamanna á Hvolsvelli sem flytja fréttir af gosinu. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, segist ekki hafa yfirlit yfir fjölda þeirra, en þeir séu orðnir mjög margir. Vel hefur gengið að sinna þörfum fréttamannanna. Þeir fóru margir hverjir í flug upp að jöklinum í gær en þá voru mjög góðar aðstæður til að taka myndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert