Sinueldur við Litla-Hraun

Frá vettvangi við Litla-Hraun í dag.
Frá vettvangi við Litla-Hraun í dag. mynd/Sigmundur Sigurgeirsson

Slökkviliðsmenn hafa barist við sinueld sem kviknaði rétt austan við Litla-Hraun á öðrum tímanum í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi slitnaði háspennustrengur þegar álft flaug á hann, með fyrrgreindum afleiðingum.

Tilkynning barst um klukkan 13:30. Allt tiltækt slökkvilið á Selfossi, Stokkseyri og Þorlákshöfn fór á staðinn og hafa slökkviliðsmennirnir náð tökum á ástandinu. Svæðið sem um ræðir er ekki stórt. Vindáttin hefur hins vegar verið óhagstæð. Engan hefur sakað.

Rafmagni sló út á stórum hluta í nágrenninu þegar línan gaf sig, m.a. á Eyrarbakka, hluta Selfoss og í Sandvíkurhreppi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert