Þrír nýir þingmenn

Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson

Þrír nýir þingmenn munu taka sæti á Alþingi eftir helgina eftir að þrír þingmenn hafa dregið sig tímabundið í hlé frá þingstörfum eftir birtingu rannsóknarskýrslu Alþingis.

Þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Illugi Gunnarsson hafa öll tilkynnt á síðustu dögum að þau ætli að draga sig í hlé tímabundið á meðan Alþingi fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis.

Fyrsti varamaður Björgvins er Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel. Fyrsti varamaður Þorgerðar Katrínar er Óli Björn Kárason, fyrrverandi ritstjóri. Fyrsti varamaður Illuga er Sigurður Kári Kristjánsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
Anna Margrét Guðjónsdóttir.
Anna Margrét Guðjónsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert