Ísland eitt opið

Þótt öskuskýið, sem stöðvað hefur nánast alla flugumferð í Evrópu síðustu daga, eigi upptök sín í Eyjafjallajökli var staðan þannig síðdegis í gær, að íslenska lofthelgin var ein af fáum í álfunni þar sem nánast engar flugtakmarkanir giltu.  

Lokað var fyrir flug, annað hvort allan daginn í gær eða að hluta, í Austurríki, Belgíu, Bosníu, Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Írlandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, póllandi, Rúmeníu,  Serbíu, Svartfjallalandi, Slóvakíu, Slóveníu, Svíþjóð, Sviss, Úkraínu og Spáni. Engar takmarkanir voru á flugi í Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert