Reiðhjólaþjófnuðum fjölgar

Lögreglan segir, að um leið og vori megi sjá sífellt fleiri á reiðhjólum. Samhliða fari þjófnuðum á þessum farartækjum fjölgandi. Á árinu 2009 voru skráðir 787 reiðhjólaþjófnaðir. Flestar tilkynningar voru yfir sumarmánuðina eða 516 talsins. Brotunum fækkar yfir vetrarmánuðina og eru í lágmarki í desember.

Fram kemur í afbrotatölfræði frá embætti ríkislögreglustjórans fyrir mars, að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 93 reiðhjólaþjófnaðir verið tilkynntir. 

Skýrsla um afbrotatölfræði fyrir mars 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert