Hrefnuveiðar að hefjast

Dröfn RE að veiðum.
Dröfn RE að veiðum. mynd/strandir.is

Gert er ráð fyrir að hrefnuveiðibáturinn Dröfn RE haldi til veiða síðar í dag en báturinn fór út í gær til að prófa byssur og annan búnað. Félag hrefnuveiðimanna hefur keypt 100 tonna bát og er verið að búa hann til veiða. Gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn í byrjun maí.

Að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, er einnig verið að undirbúa ísfirska bátinn Halldór Sigurðsson til veiða en reiknað er með að þegar nýi báturinn verður tilbúinn verði hann aðallega notað. Um er að ræða 100 tonna bát, sem áður hét Valur ÍS.

Miðað er við að heimilt verði að veiða 200 dýr árlega en á síðasta ári veiddust 83 hrefnur. Gunnar segir, að búast megi við að nýtt hrefnukjöt verði komið í verslanir á föstudag.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert