Stefnir í 100 milljarða kr. halla

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Alþingi.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Talsvert þarf að koma til svo hægt sé að koma á jöfnuði í afkomu ríkissjóð. Eins og staðan er í dag stefnir í 100 milljarða króna halla á árinu. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, spurði fjármálaráðherra út í fjárlagagatið svonefnda og hvaða leiðir ríkisstjórnin sér til að loka því.

Steingrímur sagði heilmikið þurfa að koma til þannig að heildarjöfnuður náist á árinu 2013 eins og gert ráð fyrir í áætlunum. Hann segir beinu skattana hafa gefið heldur eftir en veltuskatta á áætlun. Horfurnar séu að mörgu leyti jákvæðar þó svo dökknað hafi yfir hjá ferðaþjónustunni, og umsvif í hagkerfinu séu ívið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Hvað varðar fjárlagagerð fyrir 2011 sagði Steingrímur engar ákvarðanir hafa verið teknar, s.s. hvort skattar verði hækkaðir frekar. Máli skipti hvernig tekjustofnarnir þróist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert