Hugað að nýrri ferju undir lok næsta árs

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

„Það er ágætis tímasetning,“ sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra um þá tillögu Árna Johnsen alþingismanns að undir lok næsta ár yrðu teknar ákvarðanir um nýja Vestmannaeyjaferju.

Við umræður um samgönguáætlun á Alþingi í gær staðfesti ráðherra að framkvæmdir við hringtorg á Reykjanesbraut við Grænás yrðu boðnar út eftir fjórar vikur. Undirgöng fyrir gangandi fólk verði síðan gerð á næsta ári.

Við umræðurnar staðfesti ráðherra að síðasti áfangi Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar yrði boðinn út á haustdögum þannig að framkvæmdir gætu hafist í byrjun næsta árs.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert