Nýr aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra

Andrés Ingi Jónsson.
Andrés Ingi Jónsson.

Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra.  Andrés sem er þrítugur bauð sig fram í 3. til 4. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík í forvali fyrir Alþingiskosningarnar síðustu.

Andrés hefur undanfarnar vikur starfað sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytis en áður var hann verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hann var auk þess í kjörstjórn Vinstri grænna fyrir forval flokksins í Reykjavík vegna sveitastjórnarkosninganna í vor.

Andrés er með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum frá University of Sussex og BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert