Handþvotturinn er sagður heillaráð

Handþvotturinn er heillaráð.
Handþvotturinn er heillaráð. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Íslendingar eru hvattir til þess að þvo sér um hendurnar í dag, 5. maí, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tilnefnt sem handþvottadag.

„Engin leið til að rjúfa smitleiðir er öflugri en handþvottur. Bakteríur og smitefni berast hratt á höndum fólks. Raunar höfum við á Íslandi enga afsökun fyrir því að þvo okkur ekki vel um hendur, enda höfum við hér á landi mjög ákjósanlegar aðstæður svo sem hreint vatn og aðstöðu sem er eins og best verður á kosið,“ segir Ása St. Atladóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Landlækni.

Sjá nánar um ágæti handþvotta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert