Laun bankamanna hækka 1. júní

Samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins frá 8. desember 2008 hækka öll laun félagsmanna SSF 1. júní nk. Öll laun í launatöflu A hækka um 14 þúsund krónur og afleidd hækkun í launatöflu B er rúmar 15 þúsund krónur. Þetta kemur fram á vef SSF.

Einnig kemur fram að laun sem ekki eru greidd samkvæmt ákveðnum launaflokki í launatöflum SSF hækki um 2,5% þann 1. júní 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert