Fyrsta vélin í loftið

Vélar Icelandair búnar undir brottför á Akureyri.
Vélar Icelandair búnar undir brottför á Akureyri. mbl.is/gsh

Fyrsta flugvélin af fjórum, sem Icelandair sendir til Glasgow nú í morgunsárið, er farin frá Akureyrarflugvelli, 2 stundum á eftir áætlun. Tafir hafa orðið á brottför vélanna, m.a. vegna tafa í Glasgow.

Flugvélarnar fjórar áttu að fara klukkan 4:30, 5 og 5:30 í morgun en snemma var ljóst að sú áætlun myndi ekki standast og var opnuð aðstaða í flugskýli á Akureyrarflugvelli í nótt skömmu áður en fyrstu farþegarnir komu frá Reykjavík með rútum.

Um tugur sjálfboðaliða frá Rauða krossinum á Akureyri bauð fólkinu upp á samlokur, kaffi og gosdrykki og félagar í Björgunarsveitinni Súlum aðstoðuðu starfsfólk Akureyrarflugvallar og Isavia við skipulag.

Fyrsta flugvélin fór í loftið klukkan 6:30 en aðrar vélar voru enn á vellinum  klukkan 8.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka