Hoppkastala á Klambratún

Frambjóðendur í Reykjavík heimsóttu leikskólann Nóaborg í dag og svöruðu spurningum krakkanna. Leikskólinn Nóaborg hefur tekið þátt í verkefni um lýðræði þar sem er börnunum kennt hvernig þau geti haft áhrif á umhverfi sitt. Krakkarnir voru vel undirbúin og spurðu skemmtilegra spurninga.

Verkefnið er unnið er í samstarfi við leik- og grunnskóla í Noregi, Ítalíu, Spáni og Tyrklandi. Krakkarnir á Nóaborg hafa notað lýðræðislegar atkvæðagreiðslur innan leikskólans en þau hafa greitt atkvæði um matseðil, hópastarf og vettvangsferðir svo dæmi séu tekin.

Nýlega heimsóttu þau svo Ráðhúsið og þá kviknaði sú hugmynd að bjóða frambjóðendum í heimsókn á Nóaborg. Börnin voru búin að undirbúa heimsóknina vel og spurðu frambjóðendurna ótal skemmtilegra spurninga – en meðal spurninga var þessi hérna frá Anítu sem spurði hvort hægt væri að gera skemmtigarð á Klambratúni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert