100 sumarstarfsmenn ráðnir hjá Alcoa Fjarðaáli

Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál mbl.is/ÞÖK

Um 100 starfsmenn verða ráðnir í sumarafleysingar hjá Alcoa Fjarðaáli í sumar. Hjá fyrirtækinu starfa um 480 manns, en auk þess vinna rúmlega 300 starfsmenn verktaka á svæðinu.

Tæplega helmingur sumarstarfsmannanna er af Austurlandi en um fjórðungur þeirra kemur af höfuðborgarsvæðinu. Um 80 af þeim sem ráðnir verða í sumarafleysingar hjá Fjarðaáli munu starfa við framleiðslu í álverinu í Reyðarfirði, að því er segir í fréttatilkynningu.

Fjarðaál er stærsta iðnfyrirtæki landsins og framleiðir um 350 þúsund tonn til útflutnings á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert