Framburður Hreiðars Más og Magnúsar stangaðist verulega á

Magnús Guðmundsson leiddur fyrir dómara.
Magnús Guðmundsson leiddur fyrir dómara. Eggert Jóhannesson

Framburður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, stangaðist á í nokkrum veigamiklum atriðum, að því segir í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Magnúsi. Gæsluvarðhald var talið nauðsynlegt svo þeir samræmdu ekki framburði sína.

Í greinargerð sérstaks saksóknara segir að grunur leiki á brotum gegn ýmsum ákvæðum auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, einkum umboðssvik og skjalabrot. Um sé að ræða stórfelld auðgunarbrot sem hafi valdið Kaupþingi banka gríðarlegu fjártjóni.

„Jafnframt liggi fyrir grunur um stórfellda markaðsmisnotkun en þau brot ásamt innherjasvikum, séu talin ein alvarlegustu brot gegn verðbréfaviðskitpalöggjöfinni. [...] Mál af þessari stærðargráðu eigi sér ekki hliðstæðu í rannsóknum sakamála hér á landi og þótt víðar væri leitað.“

Hreiðar Már Sigurðsson kemur í héraðsdóm.
Hreiðar Már Sigurðsson kemur í héraðsdóm. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert