Krefst efnahagsaðgerða strax

Miðstjórn Alþýðusambandsins ítrekaði í dag þá kröfu sína, að nú þegar verði gripið til umfangsmikilla aðgerða í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. 

„Alþýðusambandið skorar á önnur samtök launafólks, atvinnurekendur, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu að koma strax til samstarfs um framkvæmd slíkrar aðgerðaáætlunar," segir í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti í dag.

Þá segir miðstjórnin, að brotthlaup Samtaka atvinnulífsins úr samstarfi um stöðugleikasáttmálann svonefnda vegna deilu um skötusel er algerlega óviðunandi.

„Að sama skapi er framganga sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnar í því máli, á meðan sérstök nefnd freistar þess að ná samstöðu um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar, með öllu óskiljanleg. Alþýðusambandið hafði frumkvæði að því fyrir skömmu að efna að nýju til samstarfs aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um aðgerðir til að endurreisa efnahags- og atvinnulíf og fjölgun starfa. Þessi tilraun hefur ekki tekist, þvert á mótihriktir í samstarfi aðila vinnumarkaðar vegna sjávarútvegsmála og ekkert bólar á framtaki af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að ná aðilum saman, hvað þá undirbúa nauðsynlegar aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum."

Ályktun ASÍ í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert