Spurt um kynjaða fjárlagagerð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, beindi fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar, til fjármálaráðherra um kynjaða hagstjórn. Þannig vildi Eygló vita hvernig staðið var að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð ársins 2010. Óskaði hún sérstaklega eftir dæmum um ákvarðanir við fjárlagagerðina þar sem tillit var tekið til kynjasjónarmiða. Jafnframt vildi hún vita hvernig ætlunin væri að standa að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð ársins 2011.

Eygló benti á að við síðustu fjárlagagerð hafi sparnaðarkrafan á fjarnám komið harkalegast niður á kvenkyns nemendum þegar að var gáð.

Steingrímur þakkaði fyrirspurnina. Minnti hann á verkefnastjórn um kynjaða hagstjórn hafi verið skipuð í apríl á síðasta ári. Sökum þessa hafi kynjuð hagstjórn ekki fengið það vægi sem til hafi verið ætlast fyrir fjárlögin 2010, en samkonulag væri um að meira tillit væri tekið til þess í fjárlögin 2011.

Að sögn Steingríms skilaði verkefnastjórnin áfangaskýrslu í mars sl. þar sem sé að finna góða leiðsögn um það hvaða aðferðarfræði sé að baki og hvernig innleiða eigi hana. Sagði hann að í einfeldni sinni snérist verkefnið um að útdeila fjármunum þannig að það stuðli að jafnrétti. Sem dæmi um útfærslu nefndi Steingrímur að hvert ráðuneyti skyldi koma með tillögu að sérstöku tilraunaverkefni sem komi skal til framkvæmda 2011.

Sagði hann ljóst að veita þyrfti aðilum sem taka munu þátt í tilraunaverkefnunum ráðgjöf og fræðslu. Til þess að sinna því var ráðin verkefnastjóri í tímabundið starfs og vísaði þar til Katrínar Önnu Guðmundsdóttur viðskiptafræðings og jafnréttishönnuð.

Steingrímur lagði áherslu á að kynjuð fjárlagagerð væri ekki eitthvað sem hægt væri að hrista fram úr erminni á stuttum tíma, enda þyrfti að breyta hugsunarhætti. Vísaði hann í því samhengi til reynslu Finna. Sagði hann það stefnuna til lengri tíma litið að ávallt væri tekið tillit til kynjaðrar fjárlagagerðar við vinnslu fjárlaga á komandi árum.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. nýtti tækifærið til að hvetja fjármálaráðherra áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið um kynjaðra fjárlagagerð. Rifjaði hún upp að hún hefði á sínum tíma beint þeirri fyrirspurn til þáverandi forsætisráðherra Geirs H. Haarde hvort innleiða ætti kynjaða fjárlagagerð hérlendis sambærilega við það sem löngum hefur þekkst í Noregi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með fjármálaráðherra um að innleiðing kynjaðrar fjárlagagerðar tæki tíma enda þyrfti að kenna fólki að hugsa með nýjum hætti. Minnti hún á að nú um stundir væru liðinn aldarfjórðungur síðan fyrst var byrjað að tala fyrir kynjaðri fjárlagagerð í sölum Alþingis, en það gerðu þingmenn Kvennalistans. Sagði hún afar mikilvægt að hafa ávallt í huga hver áhrif ákvarðana séu á kynin.


mbl.is

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

Í gær, 20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

Í gær, 20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

Í gær, 19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

Í gær, 18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

Í gær, 18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

Í gær, 17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

Í gær, 16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

Í gær, 17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

Í gær, 16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

Í gær, 16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...