Spurt um kynjaða fjárlagagerð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, beindi fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar, til fjármálaráðherra um kynjaða hagstjórn. Þannig vildi Eygló vita hvernig staðið var að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð ársins 2010. Óskaði hún sérstaklega eftir dæmum um ákvarðanir við fjárlagagerðina þar sem tillit var tekið til kynjasjónarmiða. Jafnframt vildi hún vita hvernig ætlunin væri að standa að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð ársins 2011.

Eygló benti á að við síðustu fjárlagagerð hafi sparnaðarkrafan á fjarnám komið harkalegast niður á kvenkyns nemendum þegar að var gáð.

Steingrímur þakkaði fyrirspurnina. Minnti hann á verkefnastjórn um kynjaða hagstjórn hafi verið skipuð í apríl á síðasta ári. Sökum þessa hafi kynjuð hagstjórn ekki fengið það vægi sem til hafi verið ætlast fyrir fjárlögin 2010, en samkonulag væri um að meira tillit væri tekið til þess í fjárlögin 2011.

Að sögn Steingríms skilaði verkefnastjórnin áfangaskýrslu í mars sl. þar sem sé að finna góða leiðsögn um það hvaða aðferðarfræði sé að baki og hvernig innleiða eigi hana. Sagði hann að í einfeldni sinni snérist verkefnið um að útdeila fjármunum þannig að það stuðli að jafnrétti. Sem dæmi um útfærslu nefndi Steingrímur að hvert ráðuneyti skyldi koma með tillögu að sérstöku tilraunaverkefni sem komi skal til framkvæmda 2011.

Sagði hann ljóst að veita þyrfti aðilum sem taka munu þátt í tilraunaverkefnunum ráðgjöf og fræðslu. Til þess að sinna því var ráðin verkefnastjóri í tímabundið starfs og vísaði þar til Katrínar Önnu Guðmundsdóttur viðskiptafræðings og jafnréttishönnuð.

Steingrímur lagði áherslu á að kynjuð fjárlagagerð væri ekki eitthvað sem hægt væri að hrista fram úr erminni á stuttum tíma, enda þyrfti að breyta hugsunarhætti. Vísaði hann í því samhengi til reynslu Finna. Sagði hann það stefnuna til lengri tíma litið að ávallt væri tekið tillit til kynjaðrar fjárlagagerðar við vinnslu fjárlaga á komandi árum.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. nýtti tækifærið til að hvetja fjármálaráðherra áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið um kynjaðra fjárlagagerð. Rifjaði hún upp að hún hefði á sínum tíma beint þeirri fyrirspurn til þáverandi forsætisráðherra Geirs H. Haarde hvort innleiða ætti kynjaða fjárlagagerð hérlendis sambærilega við það sem löngum hefur þekkst í Noregi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með fjármálaráðherra um að innleiðing kynjaðrar fjárlagagerðar tæki tíma enda þyrfti að kenna fólki að hugsa með nýjum hætti. Minnti hún á að nú um stundir væru liðinn aldarfjórðungur síðan fyrst var byrjað að tala fyrir kynjaðri fjárlagagerð í sölum Alþingis, en það gerðu þingmenn Kvennalistans. Sagði hún afar mikilvægt að hafa ávallt í huga hver áhrif ákvarðana séu á kynin.


mbl.is

Innlent »

Töfin hefur legið fyrir lengi

13:44 Guðmundur Ólafsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir að lengi hafi legið fyrir að einhver töf yrði á opnun Norðfjarðarganga. RÚV greindi frá því í morgun að tveggja mánaða töf yrði á opnun ganganna. Nú stendur til að opna göngin í lok október. Meira »

Engin fornbílasýning á Ljósanótt

13:42 Fornbílaklúbbur Íslands hefur aflýst ráðgerðum akstri og sýningu fornbíla á Ljósanótt nema Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Bæjarstjórn Reykjanesbæjar endurskoði að leyfa umferð fornbíla um Hafnargötu á meðan að á hátíðinni stendur. Meira »

Flugfarþeginn afþakkaði mat

13:30 Flugfarþega, sem stöðvaður var með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á föstudaginn, var samkvæmt bókun boðin öll sú aðstoð sem fyrir hendi var, þar á meðal matur, en hann afþakkaði hana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Meira »

Rýna í þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu

13:28 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir fyrirkomulag þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu og talmein, skoða hvort og hvernig megi bæta hana og gera tillögu að skipulagi þjónustunnar til framtíðar. Meira »

Skuldir ríkisins munu snarhækka

13:22 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir ferlið við fjármögnum Vaðlaheiðarganga og segir að göngin séu eiginlega hvorki einkaframkvæmd né ríkisframkvæmd. Eins og greint var frá fyrir helgi má gera ráð fyrir því að dýrara verði í göngin en Hvalfjarðargöng. Meira »

Ólíkur framburður Thomasar og Nikolajs

12:48 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen, skipsfélagi Thomas­ar Møller Ol­sen sem ákærður er fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur, segist ekki kannast við lýsingar Thomasar á atburðum aðfaranætur laugardagsins 14. janúar þegar Birna var myrt. Meira »

„Gerðir þú brotaþola eitthvað?“

11:49 Thomas Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana þann 14. janúar síðastliðinn, segir það ekki mögulegt að hann hafi gert henni eitthvað án þess að muna eftir. Hann gaf fyrr í morgun skýrslu fyrir dómi, en aðalmeðferð sakamáls á hendur honum fer fram í dag. Meira »

„Menn eru svolítið örvæntingarfullir“

12:15 Nafnabreytingar Samfylkingarinnar eru ekki nýjar af nálinni heldur hafa verið viðloðandi flokkinn í nokkur ár. Nýlegar umræður þess efnis gefa til kynna nýtt stig örvæntingar til þess að koma flokknum inn í umræður á ný en síðastliðin ár hefur fylgi hans minnkað töluvert. Meira »

Ökumaðurinn var í annarlegu ástandi

11:09 „Málið er á algjöru frumstigi. Lögreglan mun ekki veita upplýsingar fyrr en það hefur skapast heildstæð mynd af atburðunum,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um málið sem kom upp í gær. Meira »

Thomas sagði frá dularfullum pakka

11:04 Thomas­ Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hafði mælt sér mót við höfnina í Hafnarfirði við aðila sem hann átti að afhenda pakka að morgni laugardagsins 14. janúar. Við aðalmeðferð málsins sem nú fer fram neitaði hann að gefa nokkrar upplýsingar um pakkann. Meira »

Gjörbreyttur framburður Thomasar

10:22 Framburður Thomasar Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum, er mjög breyttur frá því í skýrslutökum hjá lögreglu. Hann gefur nú skýrslu fyrir dómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Sem fyrr segist hann hins vegar saklaus. Meira »

Aðalmeðferð hefst í Birnumálinu

08:42 Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að alls muni 37 manns bera vitni fyrir dómi og munu flestir þeirra koma fyrir dóm í dag og á morgun. Meira »

Fá ókeypis skólagögn í 41 sveitarfélagi

08:31 Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Meira »

Tilnefndar til Ísnálarinnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Messað í nýju safnaðarheimili

07:57 Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...