Spurt um kynjaða fjárlagagerð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, beindi fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar, til fjármálaráðherra um kynjaða hagstjórn. Þannig vildi Eygló vita hvernig staðið var að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð ársins 2010. Óskaði hún sérstaklega eftir dæmum um ákvarðanir við fjárlagagerðina þar sem tillit var tekið til kynjasjónarmiða. Jafnframt vildi hún vita hvernig ætlunin væri að standa að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð ársins 2011.

Eygló benti á að við síðustu fjárlagagerð hafi sparnaðarkrafan á fjarnám komið harkalegast niður á kvenkyns nemendum þegar að var gáð.

Steingrímur þakkaði fyrirspurnina. Minnti hann á verkefnastjórn um kynjaða hagstjórn hafi verið skipuð í apríl á síðasta ári. Sökum þessa hafi kynjuð hagstjórn ekki fengið það vægi sem til hafi verið ætlast fyrir fjárlögin 2010, en samkonulag væri um að meira tillit væri tekið til þess í fjárlögin 2011.

Að sögn Steingríms skilaði verkefnastjórnin áfangaskýrslu í mars sl. þar sem sé að finna góða leiðsögn um það hvaða aðferðarfræði sé að baki og hvernig innleiða eigi hana. Sagði hann að í einfeldni sinni snérist verkefnið um að útdeila fjármunum þannig að það stuðli að jafnrétti. Sem dæmi um útfærslu nefndi Steingrímur að hvert ráðuneyti skyldi koma með tillögu að sérstöku tilraunaverkefni sem komi skal til framkvæmda 2011.

Sagði hann ljóst að veita þyrfti aðilum sem taka munu þátt í tilraunaverkefnunum ráðgjöf og fræðslu. Til þess að sinna því var ráðin verkefnastjóri í tímabundið starfs og vísaði þar til Katrínar Önnu Guðmundsdóttur viðskiptafræðings og jafnréttishönnuð.

Steingrímur lagði áherslu á að kynjuð fjárlagagerð væri ekki eitthvað sem hægt væri að hrista fram úr erminni á stuttum tíma, enda þyrfti að breyta hugsunarhætti. Vísaði hann í því samhengi til reynslu Finna. Sagði hann það stefnuna til lengri tíma litið að ávallt væri tekið tillit til kynjaðrar fjárlagagerðar við vinnslu fjárlaga á komandi árum.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. nýtti tækifærið til að hvetja fjármálaráðherra áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið um kynjaðra fjárlagagerð. Rifjaði hún upp að hún hefði á sínum tíma beint þeirri fyrirspurn til þáverandi forsætisráðherra Geirs H. Haarde hvort innleiða ætti kynjaða fjárlagagerð hérlendis sambærilega við það sem löngum hefur þekkst í Noregi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með fjármálaráðherra um að innleiðing kynjaðrar fjárlagagerðar tæki tíma enda þyrfti að kenna fólki að hugsa með nýjum hætti. Minnti hún á að nú um stundir væru liðinn aldarfjórðungur síðan fyrst var byrjað að tala fyrir kynjaðri fjárlagagerð í sölum Alþingis, en það gerðu þingmenn Kvennalistans. Sagði hún afar mikilvægt að hafa ávallt í huga hver áhrif ákvarðana séu á kynin.


mbl.is

Innlent »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Erum á Íslandi, ekki banana­lýðveldi

14:21 Nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, segir nýtt starf leggjast vel í sig. „Ég er bara bjartsýn og full af baráttuhug. Nú langar mig bara að fara að beita mér fyrir þann þjóðfélagshóp sem ég tilheyri,“ segir Þuríður. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...