Jón Ásgeir kemur við sögu í fjórum yfirstandandi stefnum

Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefna skilanefndar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum aðilum vegna meintra stórfelldra bankasvika er ekki eina málið sem nú er til meðferðar þar sem hann er málsaðili.

Þannig kemur Jón Ásgeir við sögu í þeirri ákvörðun skiptastjóra þrotabús Baugs Group að rifta sölu á Högum til 1998 ehf. en Gaumur, félag sem Jón Ásgeir er hluthafi í, er þar á meðal eigenda. Frestur til að skila greinargerðum rennur út um næstu mánaðamót og má vænta þess að málið verði tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar, að sögn Erlends Gíslason hæstaréttarlögmanns.

Þá hefur skilanefnd Glitnis lagt fram stefnu á hendur fyrri eigendum og starfsmönnum bankans en í stefnunni er þess krafist að Jón Ásgeir, Pálmi Haraldsson, Lárus Welding, fv. forstjóri Glitnis, og þrír aðrir starfsmenn bankans greiði skilanefnd Glitnis 6 milljarða króna í skaðabætur fyrir fjártjón, sem bankinn hafi orðið fyrir þegar hann veitti félaginu FS38, sem var dótturfélag fjárfestingarfélagsins Fons, lán í júlí 2008.

Loks má geta þess að höfðað hefur verið skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri og konu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, í New York fyrir að hafa innréttað eldhús lúxusíbúðar sem er í þeirra eigu með vörum frá Ikea á Gramercy Park Hotel í New York. Kváðust leigjendur íbúðarinnar skammast sín fyrir eldhúsið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka