Jón eini ráðherrann á móti fækkun ráðuneyta

Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður VG, segir að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sé eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem sé andvígur fyrirhuguðum breytingum á stjórnarráðinu og fækkun ráðherraembætta.

Þetta kemur fram í viðtali á pressunni.is við Katrínu. Hún segist telja að fyrirliggjandi tillögur um breytingar á stjórnarráðinu séu skynsamlegar.

Katrín segir afstaða Jóns í þessu máli fyrst og fremst byggjast á afstöðu hans til aðildar að Evrópusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert