Listviðburðir í miðborginni

Kammerkórinn Carmina mun synga Maríusöngva í dag.
Kammerkórinn Carmina mun synga Maríusöngva í dag.

Nóg er um að vera í miðborginni í dag á fyrstu helgi Listahátíðar í Reykjavík. Klukkan 13 opnar á Austurvelli útiljósmyndasýningin Raunveruleikatékk, og er boðið upp á leiðsögn um sýninguna. Sýningin er samsýning 13 listamenna, að því er segir í tilkynningu.

Klukkan 13, 14:30 og 16 verður óvenjuleg brúðuleiksýning undir berum himni á útitaflinu við Lækjargötu. Kanadíska brúðuleikkonan Julie Desrosiers í hlutverki Punzelle flytur áhorfendum Grimmsævintýrið Rapunzel (Garðabrúðu) þar sem hún galdrar fram allar persónur ævintýrisins, eina af annarri, á stultum og gríðarstóru pilsi.   

Klukkan 16 í Kristskirkju syngur Kammerkórinn Carmina Maríusöngva frá endurreisnartímabilinu, meðal annars hið víðfræga Ave Maria eftir Josquin des Prez, sem hefur verið kallað „Mona Lisa endurreisnartónlistarinnar“.

Nánar á vef hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert