Öll viðskipti með mjólkurkvóta stöðvuð

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Morgunblaðið/Ómar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að með nýrri reglugerð um kvótamarkað sé verið að stöðva allt brask með mjólkurkvóta. Þar með gefist andrými til að huga betur að framtíðarskipulagi í mjólkurframleiðslu.

Jón gaf í dag út reglugerð sem kveður á um að tekinn verði upp kvótamarkaður og um hann fari öll viðskipti með greiðslumark (mjólkurkvóta). Reglugerðin felur í sér að öll viðskipti með kvóta verða bönnuð fram til 1. desember nk. þegar fyrstu viðskiptin um kvótamarkað fara fram.

Jón segir að þessi reglugerð breyti engu um kvótakerfi í mjólkurframleiðslu nema hvað viðskipti með kvóta verði bönnuð tímabundið. Tekið verði upp nýtt kerfi sem byggist á meira gagnsæi.

Jón segist í framhaldinu hafa áhuga á að ræða við Bændasamtökin um hámarksbústærð og fleira sem varðar umhverfi mjólkurframleiðslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert