Aldrei fleiri hjólað í vinnuna

Hjólað til vinnu fyrir norðan og sunnan
Hjólað til vinnu fyrir norðan og sunnan mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þátttökumet hefur verið sett í keppninni Hjólað í vinnuna í ár samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum verkefnisins. Alls hafa 546 vinnustaðir skráð 1.294 lið til leiks með 8.992 þátttakendum en í fyrra tóku 8.041 þátt.

Þátttakendum Hjólað í vinnuna er boðið að hjóla við og fá sér morgunkaffi í fyrramálið kl: 7:00 - 9:30. Ávaxtabíllinn bíður upp á léttar veitingar og Kaffitár bíður upp á nýlagað morgunkaffi, samkvæmt tilkynningu.

Kaffitjöldin verða í Reykjavík við Geirsnef við Bíldshöfða, við brúna yfir Kringlumýrarbraut, Nauthólsvíkur megin og við Sæbrautina, við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Í Kópavogi á Kópavogstúni, fyrir framan undirgöngin við Fífuhvamm og í Hafnarfirði við Strandgötu, gegnt verslunarmiðstöðinni Firðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert