Erfitt að sækja féð til Hreiðars

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Erfitt getur orðið fyrir slitastjórn Kaupþings að sækja greiðslu til Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, vegna 5,8 milljarða láns sem hann tók til hlutabréfakaupa í bankanum.

Ástæðan er sú að viðskiptin fóru fram í nafni einkahlutafélags sem Hreiðar Már stofnaði árið 2006. Erfitt er að rifta gjörningi svo langt aftur í tímann. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, var hins vegar með lánin á sinni kennitölu.

Nokkuð mismunandi er hvernig gengið var frá lánum helstu starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa. Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson, Steingrímur Kárason og Guðný Arna Sveinsdóttir eru í persónulegum ábyrgðum fyrir lánunum.

Nokkrir fluttu lán sín yfir í einkahlutafélög stuttu fyrir hrun. Þetta eru Ingvar Vilhjálmsson, Hannes Frímann Hrólfsson og Guðni Níels Aðalsteinsson. Það sama á við um Kristján Arason og Bjarka Diego sem stofnuðu eignarhaldsfélög um viðskiptin 2007 og 2008.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka