Vilja viðræður við Magma

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag, að taka upp viðræður við forsvarsmenn kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy um að nýtingarréttur HS Orku á orkuauðlindum á Reykjanesi verði takmarkaður í 40-45 ár í heild í stað 65 ára eins og samningar HS Orku og Reykjanesbæjar kveða á um en þar er einnig vilyrði um að framlengja nýtingarréttinn í 65 ár til viðbótar.

Einnig vilja stjórnvöld tryggja að íslenska ríkið fái forkaupsrétt í að minnsta kosti 20 ár, vilji Magma selja HS Orku aftur. Í sérstakri samþykkt ríkisstjórnarinnar kemur fram, að  hún muni leggja áherslu á endurskoðun stjórnarskrárinnar til að tryggja enn frekar eign þjóðarinnar á auðlindum landsins.

Jóhanna Sigurðardóttir, fosætisráðherra, lagði eftir langan ríkisstjórnarfund, áherslu á að ekki væri verið að selja auðlindir þjóðarinnar með kaupum Magma á HS Orku heldur leigja út nýtingarrétt. Hins vegar væri fáránlegt að hægt væri að leigja slíkan nýtingarrétt í allt að 130 ár.

Þá sagði Jóhanna, að æskilegt hefði verið að íslenskir aðilar hefðu komið að kaupum Magma á 52% hlut Geysis Green Energy í HS Orku og nefndi sérstaklega lífeyrissjóðina í því sambandi. Fram kom hins vegar í gær hjá forstjóra Magma, að lífeyrissjóðum hefði verið boðin aðild að kaupunum en þeir ekki haft áhuga.

Standa vörð um sameign þjóðarinnar

Samþykkt ríkisstjórnarinnar er eftirfarandi:

Ríkisstjórn Íslands áréttar vilja sinn til að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sínum. Einn af hornsteinum umhverfisstefnu ríkisstjórnarinnar er að þær séu nýttar með sjálfbærum hætti.

Til að framfylgja þessum markmiðum ríkisstjórnarinnar hyggst hún hraða lagasetningu m.a. í  samræmi við nýútkomna skýrslu á vegum sérfræðinefndar um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins. Megin niðurstaða nefndarinnar er að nýtingarrétti á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar verði ekki ráðstafað nema með tímabundnum hætti og almennt eigi að miða við styttri leyfistíma en hámarkstíma samkvæmt núgildandi lögum. Það er einnig niðurstaða nefndarinnar, að undantekningarlaust eigi að taka gjald fyrir rétt til nýtingar þessara auðlinda. Þannig verði tryggt að renta af auðlindinni renni til eigenda hennar, þjóðarinnar sjálfrar.

Ríkisstjórnin mun einnig leggja áherslu á endurskoðun stjórnarskrárinnar til að tryggja enn frekar eign þjóðarinnar á auðlindum landsins. Slíkt ákvæði í stjórnarskrá er besta trygging þess, að auðlindir Íslands verði í eigu þjóðarinnar um ókomna tíð.

Loks vill ríkisstjórnin árétta, að ekki verður hróflað við eignarhaldi á orkufyrirtækjum sem eru á hendi ríkisins í tíð þessarar ríkisstjórnar. 

Orkuver HS Orku á Svartsengi.
Orkuver HS Orku á Svartsengi. mbl.is/Ómar
mbl.is

Innlent »

Lugu til um pakkasendingu

12:30 Hringt var í konu í vesturbæ Reykjavíkur í gær en á línunni var karlmaður sem sagðist vera á leið til hennar með pakka frá Samskipum. Hins vegar lá þannig í því að konan átti ekki von á neinni sendingu. Meira »

Maðurinn sem lést í vinnuslysi

12:12 Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson. Hann var 56 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira »

„Við viljum trúa á það að réttlætið sigri“

12:00 Búið er að áfrýja máli Áslaug­ar Ýrar Hjart­ar­dóttur, sem bar­ist hef­ur fyr­ir því að fá end­ur­gjalds­lausa túlkaþjón­ustu sem hún þarf á að halda, til Hæstaréttar. Móðir Áslaugar segir Áslaugu hugsa málið í stærra samhengi en svo að það snúist um hana eingöngu. Meira »

Virði reglur um hvíldartíma

11:38 Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, til að mynda hópferðabifreiða, að virða reglur um hvíldartíma og aka af stað óþreyttir. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustunda akstur. Meira »

„Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“

11:37 „Vegurinn er bara ein og hálf bílbreidd og þegar menn sýna glannaakstur þá er þetta skelfilegt,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Time Tours, í samtali við mbl.is. Rúta á vegum fyrirtækisins fór út af Gjábakkavegi á Þingvöllum í gær en engin alvarleg slys urðu á fólki. Meira »

Lögreglan kölluð út vegna deilna

11:23 Laust fyrir kl. 6 í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um aðstoð vegna deilna milli sambúðarfólks í Hafnarfirði. Meira »

Vinnuslys í Mosfellsbæ

11:18 Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um vinnuslys við fyrirtæki í Mosfellsbæ.  Meira »

Maðurinn erlendur hælisleitandi

11:21 Maðurinn sem féll í Gullfoss er erlendur hælisleitandi sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan. Ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti. Meira »

Óvenju mikið af karfa á ferðinni

10:59 „Það hefur gengið mjög vel og það er óvenjulega mikið af karfa á ferðinni á Halanum og reyndar í öllum köntunum á Vestfjarðamiðum. Þetta er reyndar góður karfatími en veiðin er mun betri en ég átti von á.“ Meira »

Byggja 60-70 íbúðir á Edenreit

10:52 Hveragerðisbær ætlar að byggja íbúðarhúsnæði í austurhluta bæjarins á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka. Meira »

Ekið á ferðamann í Borgarnesi

10:50 Ekið var á konu í Borgarnesi um fjögurleytið í gær. Atburðurinn átti sér stað á Borgarbrautinni og var konan, sem var erlendur ferðamaður, talsvert mikið slösuð á fæti eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Vesturlandi. Meira »

Snýr ekki aftur til starfa

10:19 Stuðningsfulltrúi Barnaskóla Hjallastefnunnar, sem grunaður var um að hafa beitt börn ofbeldi, mun ekki snúa aftur til starfa hjá skólanum í haust. Málinu telst nú lokið af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Meira »

Ólíklegt að maðurinn sé erlendur ferðamaður

08:40 Ólíklegt er að maðurinn sem féll í Gullfoss í gær sé erlendur ferðamaður, samkvæmt vísbendingum sem lögregla er að skoða. Þetta staðfest­ir Sveinn Kristján Rún­ars­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. Meira »

Bíður við næsthættulegasta fjall heims

08:00 John Snorri Sigurjónsson bíður enn átekta í grunnbúðum við fjallið K2. Hann hyggst reyna að klífa fjallið hættulega fyrstur Íslendinga. Talið er að aðeins um 240 manns hafi toppað K2 og 29% þeirra sem reyna láta lífið. Meira »

Árleg Skötumessa í Garði

07:37 Skötumessa var haldin í Gerðaskóla í Garði í gærkvöldi. Þetta var í ellefta sinn sem veislan er haldin, en allur aðgangseyrir auk styrkja frá fyrirtækjum, alls á fjórðu milljón króna, rennur til styrktar góðum málefnum á Suðurnesjum og víðar. Meira »

Raddmenningu Íslendinga er áfátt

08:18 „Setji maður fána út í strekkingsvind í lengri tíma, þá trosnar hann og slitnar með tímanum. Það sama gerist ef maður þenur röddina í langan tíma, þá slitna raddböndin. Meira »

Eldar íslenskan mat fyrir landsliðið

07:57 „Ég er hérna í Hollandi til þess að reyna að brjóta upp hversdagsleikann fyrir stelpurnar,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem kom til móts við liðið eftir Frakkaleikinn í fyrradag og mun dvelja með liðinu fram að leiknum gegn Sviss. Meira »

Léttskýjað og 20 stig norðaustanlands

07:30 Hlýjast verður á Norðausturlandi í dag og verður hiti á bilinu 15-25 stig. Skýjað verður með köflum víða um land og úrkomulítið, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu, þar sem virðist stefna í sumarlegt veður næstu daga. Meira »
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...