Askan seld til 65 landa

Askan fer ekki aðeins með vindum til útlanda heldur einnig …
Askan fer ekki aðeins með vindum til útlanda heldur einnig með bögglapósti.

Askan úr Eyjafjallajökli, sem vefverslunin nammi.is hefur haft til sölu undanfarnar vikur hefur nú verið seld til alls 65 landa. Hefur  Slysavarnafélagið Landsbjörg nú fengið greidda eina milljón króna af söluandvirðinu en söluhagnaðurinn rennur óskiptur til félagsins.

Nammi.is hefur nú tekið upp þá nýjung að selja 10 glös saman í pakka, og eru þá sýnin tekin á mismunandi stöðum með eins km millibili undir Eyjafjallajökli. Eru þessi mismunandi sýni ekki síst hugsuð til að þjónusta rannsóknaraðila á borð við flugvélaframleiðendur, háskóla víða um heim. o.s.frv. Þá er einnig hægt að fá ösku í stærri umbúðum, eða um 1,7 kg.
 
Loks má nefna að hægt er að nálgast öskuna til kaups í verslun nammi.is á 2. hæð í Smáralind.

Nammi.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert