Samið við ÍAV um tvöföldun Vesturlandsvegar

Skrifað undir samninginn í dag. Myndin er af vef Vegagerðarinnar.
Skrifað undir samninginn í dag. Myndin er af vef Vegagerðarinnar.

Vegagerðin og Mosfellsbær skrifuðu í dag undir samning við ÍAV hf um tvöföldun Vesturlandsvegar milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar, Ullarnesbrekkuna svo kölluðu. ÍAV var lægstbjóðandi.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, að verktakinn sé þegar farinn að koma sér fyrir en verkið verði unnið í tveimur hlutum, í ár og á næsta ári.

ÍAV var lægstbjóðandi og bauð 257 milljónir króna í verkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert