SUS tekur kaupum Magma fagnandi

Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS.
Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS.

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) fagnar því að erlendir aðilar sjái hag sinn í því að fjárfesta hér á landi og lýsir því yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í málefnum tengdum kaupum Magma Energy á hlut í HS Orku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SUS.

„Ungir sjálfstæðismenn fagna því aftur á móti að nýtingaréttur á auðlindum landsins sé í höndum einkaaðila, hvers lenskir sem þeir eru. Það er og hefur ávallt verið eindregin skoðun ungra sjálfstæðismanna að einkaaðilar fari betur með auðlindir eins og núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi ber glöggt með sér.

Framganga stjórnarliða í fyrrnefndu máli og þá sérstaklega ráðherra ríkisstjórnarinnar er þeim ekki sæmandi. Sem kjörnum fulltrúum þjóðarinnar eru þau augljóslega ekki til þess fallin að auka traust á Íslandi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert