Flogið yfir gosið fyrir hádegi

Sáralítill órói berst nú frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Sá sem …
Sáralítill órói berst nú frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Sá sem mælist gæti stafað frá gufu sem kemur frá gígnum. http://eldgos.mila.is

Litlar sem engar breytingar eru við eldstöðvarnar í Eyjafjallajökli frá því í gær. Gufustrókurinn er lítill og nokkrir smáskjálftar hafa mælst undir jöklinum. Jarðfræðingar og veðufræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga yfir jökulinn fyrir hádegið til að safna upplýsingum.

Að því sögðu virðist sem gosið liggi algjörlega niðri. Þó svo gufu leggi enn frá gosstöðvunum, er ekki að sjá ösku í henni. Óróinn er aðeins meiri en fyrir gos. Og þó svo virðist sem jarðskjálftum hafi fjölgað frá því sem var, getur verið að þeir mælist vegna þess að virknin hefur minnkað. Þeir hafi raunar alltaf verið á meðan gosi stóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert